Posts

Showing posts from March, 2013

Innlit, útlit í garðinn minn.......á góðum degi !!

Image
Ég rölti út í garð til að kíkja á gróðurinn og til að klippa tréin áður en þau fara að bruma fyrir alvöru, og þá sá ég að rababarinn er farinn að kíkja upp úr moldinni, þetta er svo skemmtilegilegur tími sem er að fara í hönd, en svo getum við alltaf átt von á því ennþá að það fari að snjóa og frysta og ég veit ekki hvað og hvað .... En í augnablikinu er gott veður og það er um að gera að njóta þess í stað þess að hafa áhyggjur af einhverju sem getur komið. Graslaukurinn er líka komin af stað og það er ekkert langt í að ég sæki hann í matinn, mér finnst svo gott að klippa hann yfir salöt eða bara ofan á tómata á ristuðu brauði namm, namm myndin er nú ekki vel tekin hjá mér en þetta sem sést með graslauknum er vermireitur sem ég er með og í hann sái ég salati     og gulrótum í byrjun maí svo að ég fái uppseru fyrr. Í garðinum var líka vorlaukur síðan í fyrra og púrrulaukur sem var  úti í vetur þeir fá að vera þarna áfram og svo sjáum við hvað gerist kannsk...

Að vera eða vera ekki ......Ein...manna eða einmana

Image
Ég fékk þessi blóm sem eru á myndinni á konudaginn og ég skipti vendinum upp í nokkra vasa og dreyfði þeim um húsið, það er svo sem ekkert merkilegt við það nema að hvítu blómin sem ég er ekki viss hvað heita en mér þykja þau svo falleg þau eru ennþá lifandi og þegar ég fór að kíkja þá eru komnar rætur á þau. Það er alveg ótrúlegt hverju  mér tekst að koma til " manns" þegar kemur að plöntum þótt ég segi sjálf frá, nú þarf ég bara að ákveða hvort ég set þau í mold eða hef þau áfram í vatni, og ég vildi óska þess að ég væri svona flink þegar kemur að öðrum hlutum í lífi mínu. Ég sá á fésinu í dag á síðu sem heitir  Words To Inspire the Soul   þar eru margar góðar tilvitnanir og þessi snart strengi í mínu hjarta. " I used to think the worst thing in life was to end upp all alone, it´s not. The worst thing in life is to end up with                     people that make you feel alone Robin Williams   ...

Systur eru algjör fjársjóður :)

Image
Eftir því sem ég verð eldri geri ég mér betur grein fyrir því hversu dýrmætt það er að eiga systur ég á  sex slíkar gersemar, og við hittumst fimm af þeim í gær en tvær voru erlendis.  Mamma var með okkur í gær og tilefnið var að yngsta systir mín sem býr úti á landi kom í bæinn yfir páskana og þá var gott tækifæri að hóa okkur saman. Það er svo skemmtileg orka sem fer í gang þegar við hittumst, það eru góðir sögumenn í hópnum og svo eru aðrar sem muna allt og líka fyrir okkur hinar og það er nú aldeilis gott alla vega fyrir mig sem oft man svo lítið frá fornöld:) Það er líka merkilegt hvað við erum líkar en samt ólíkar og margir segja að við séum allar með svo svipaða rödd, ég get ekki dæmt um það en við getum alla vega verið ansi háværar og hlegið mikið saman. Ég hef ekki allaf verið dugleg að halda sambandi við þær allar en reyni samt mitt besta og er ákveðin í að gera meira af því á þessu ári en síðasta, en við borðuðum saman dagverð og það er alltaf gaman því að ...

"Rósin og hrósin"

Image
Okkur þykir öllum vænt að  fá hrós og ég tala nú ekki um rós. Við þurfum öll staðfestinu á því að við séum elskuð og virt fyrir það sem við erum og gerum. Ég er engin undantekning á því og ég ætla að setja hérna inn ljóð sem dóttur mín orti og gaf mér í afmælisgjöf 2007  ljóðið heitir mamma og ég fæ alltaf tár í augun þegar ég les það og ef þetta er ekki hrós þá veit ekki hvað hrós er. MAMMA Skrýtnir voru okkar fyrstu fundir Ég óskaði þess að geta legið hjá þér Um ókomnar stundir. En þú ert svo miklu meira Allt sem ég get skrifað og svo margt fleira. Þú ert upphafið og Endirinn Þú ert hafið Og himininn Þú ert lífið Og þú ert dauðinn, þú ert mér allt Þú er fullkomin. Ég mun elska þig um ókomna tíð Þú ert drottins verk, hans besta smíð Alma Mjöll 12. júlí 2007 Það að geta ekki tekið hrósi bendir til þess að sjálfsmyndin okkar sé ekki alveg nógu góð og það getur verið út af því að við höfum lent í einhverju áfalli sem hafði áhrif á hana, t.d. skilnað...

Gersemar krefjast umhyggju !!!

Image
 Ég hef alltaf verið dugleg að skreyta um páskana og núna prófaði ég að taka eggjaskurn af eggjum sem ég var að nota og skola hana og athugaði hvernig væri að lita eggin. Síðan ætlaði ég að nota þetta í skraut en er ekki komin lengra en það sem sést á myndinni.  Til að lita eggin notaði ég skál sem ég setti vatn í og út í það slettu af ediki og síðan matarlit og lét eggjaskurnina liggja smá stund. Þetta virkaði bara mjög vel og það getur verið gaman að gera þetta við harðsoðin egg sem við ætlum að borða um páskana. Unginn sem er á myndinni gerði dóttir mín fyrir mörgum árum og hann er svo fínn með þennan hatt að hann fær alltaf að vera með í páska fjörinu. Ég heyrði konu segja um daginn vertu framkvæmdarstjórinn í þínu lífi! Því ef þú metur sjálfa þig að verðleikum rennur upp fyrir þér hvílík gersemi þú ert, og gersemar krefjast umhyggju ( þetta kemur úr bókinni Láttu ljós þitt skína ) og til þess að ég geti gert það verð ég að sjá um framkvæmdina. Þá er a...

Fuglasöngur og væntingar

Image
Vorið er yndislegur tími að mínu mati þá er allt að vakna til lífsins, krókusar og önnur blóm sem koma snemma eru að kíkja upp úr moldinni. Það er líka komið brum á trén og það er svo gaman að fylgjast með þessu nýja lífi sem er að myndast. Fuglarnir eru líka byrjaðir að vekja mig á morgnana með söng sínum og það er mjög notarlegt, ég bíð spennt eftir fuglinum sem hefur komið í grenitréð í garðinum mínum undanfarin vor og hann hefur sungið hátt og snjallt eins og hann sé að stjórna hinum fuglunum. Kannski er hann hljómsveitarstjóri hvað veit ég, en oft á kvöldin þá syngur hann svo hátt að það er eins og að hann beri einn ábyrgð á hinnum fuglunum og að hann verði að láta þá vita hvert þeir eigi að fara og með hverjum þeir eigi að vera. Kannski er hann fugla foringi hvað veit ég!!! Góð kona sagði við mig fyrir allmörgum árum síðan að hún væri oft sorgmædd á vorin af því að hún ætti ekki mann, og það væri erfitt að horfa á öll þessi pör sem væru "alltaf" í rómantís...

Bananar og tækifæri !!

Image
Bananar eru mikill orkugjafi og ég nota mikið af þeim, það er stundum hægt að kaupa poka með nokkrum bönunum á 98 kr. í Bónus og þá eru þeir orðnir aðeins þreittir en fínt að nota þá. En það er gott að taka vel þroskaða banana og skera þá í bita og frysta þá í litlum pokum til að eiga út í bústið, það er líka gott að baka brauð, lummur eða bollakökur með þeim í. Ég setti inn lummuuppskrift hérna fyrir stuttu og það er góð tilbreyting að setja banana út í hana. Þetta bananabrauð á myndinni bakaði ég á sunnudaginn og læt uppskriftina fylgja hér. 2 þroskaðir bananar 70 gr sykur 250 gr hveiti 1/2 tsk matarsódi 2 tsk engifer 1 tsk salt   Þeytið eggið og bætið sykrinum saman bætið eggjunum út í og þeitið vel.  Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið og sykurinn í hrærivélinni. Sigtið saman hveiti, matarsóda salti og engiferdufti hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif. Setjið í vel smurt aflangt form, og bakið í 180°c en 160°c með blæstri...

Frelsi til, frelsi frá .....

Image
Frelsið er yndislegt segir í dægurlagatexta og það er alveg satt, en hvað  þýðir það að vera frjáls ? Það er með frelsið eins og svo margt annað við tökum því oft sem sjálfsögðum hlut hér á landi og erum oft ekkert að velta þessu orði og mekingu þess svo mikið fyrir okkur. Við höfum frelsi til að vera við sjálf og að vera okkur trú, og það er eitthvað sem við þurfum að fara vel með.  Ekki leyfa öðru fólki að segja okkur hvernig við eigum að vera, t.d hvernig við klæðum okkur eða hvernig við erum í laginu. Finnum okkar stíl og verum honum trú og höfum þor til að vera við sjálf. Fyrir mig  er mjög skemmtilegt að fylgjast með dætrum mínum, þær hafa allar þor til að klæða sig eins og þær vilja og eru oft mjög skrautlegar og skemmtilegar,  og mér finnst frábært að þær hafi frelsi til þess. Á mínum yngri árum hafði ég líka þetta frelsi og gekk í þeim fötum sem mig langaði til og var oft með mjög skrautlega klúta á höfðinu og fannst það ekkert mál, en svo kom tímab...

Dagurinn í dag skiptir máli

Image
Dagurinn í gær er liðinn og ég get aldrei fengið hann til baka en ég get lært af honum, dagurinn á morgun er ekki kominn og ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist þá. Ef ég er alltaf að líta til baka og hugsa ég hefði átt að gera þetta eða hitt eða ég hefði ekki átt að segja þetta eða hitt þá missi ég alveg af því góða sem gerist í dag.  Ef ég vanda mig í dag þá aukast líkurnar á því að morgundagurinn verði góður, ég get líka gert plan yfir það sem ég þarf að gera og reynt svo að fara eftir því, en sumir dagar fara bara alls ekki eins og við höfum áætlað og þá verðum við að taka því. Ég er með dagbók og skrifa það niður em ég þarf að gera því að ég er svo gleymin og ég reyni eftir fremsta megni að fara eftir þessari dagbók og passa mig að hafa ekki of mikið í henni þannig að ég verði ekki stressuð. En ég er líka að æfa mig í því að sýna sjálfri mér umhyggju og þess vegna er ég að reyna að skamma mig ekki ef það er eitthvað  sem ég næ ekki að gera. Það að njót...

Þegar vonin ein er eftir !!!!

Image
Já stundum erum við að reyna hluti til þrautar sem ekki er hægt að gera neitt í, hvenær veit maður hvort búið sé að reyna nóg ? Ég hef nú alltaf verið frekar bjartsýn kona og hef viljað halda í vonina sem lengst og yngsta systir mín gaf mér í jólagjöf einu sinni svo fallegt ljóð sem hún samdi um vonina og ég hef það á skrifborðinu mínu í vinnunni til að minna mig á. Ljóðið heitir Von Þó þung séu oft sporin, á lífsins leið,     og ljósið svo skelfing lítið. Skaltu eiga þér von, sem þinn vin í neyð,      Það virkar, en virðist skrýtið. Því vonin, hún vinnur gegn myrkri og kvíða    og veitir þér styrk sinn í stormi og byl. Sjá, ljósið mun stækka, og þess skammt er að bíða,    að í sólskinið sjáir, ég veit það er til. Þetta er svo yndilegt ljóð hjá henni og mikill sannleikur í því og ég ætla hugsa um það í dag og ég veit að vonin kemur mér langt en hún tekur ekki ákvarðanir eða gerir hlutina fyrir mig. Ég þarf sjálf...

Rusl sem er ekki rusl og ........

Image
Sunnudagur til sælu !!!!  Ný vinnuvika framundan og ný tækifæri til að gleðast, þroskast og bara vera við sjálf með öllum okkar kostum og göllum. Og muna að brosið sem þú sendir frá þér kemur aftur til þín. (indverskt spakmæli) Ég ákvað að setja þessa mynd af afskurði úr eldhúsinu hérna inn til að minna okkur á að rusl er ekki alltaf rusl heldur getur það verið verðmæti. Við á þessu heimili erum með þrjár ruslafötur í eldhúsinu og setjum lífrænan úrgang í eina  ( ekki kjöt og fisk ennþá) venjulegt sorp í eina og að lokum erum við með eina undir pappír. Þessi afskurður sem er á myndinni verður svo settur í moltukassa út í garði og verður svo á endanum að mold. Það  er mjög skemmtilegt að gera þetta. Það er svo mikið í tísku núna að endurnýta tími til kominn,  við erum búin að henda svo miklum verðmætum undanfarin ár. Ég sjálf safna allskonar flöskum og krukkum og þegar ég sulta og geri saft þá koma þær að góðum notum, kannski á ég líka eftir að bú...

Laugardagur - Lopapeysa og Smalabaka

Image
Laugardagur til lukku og lopapeysa í krukku, nei þetta er lopapeysa sem ég var að klára að prjóna og hún var gerð úr afgöngum sem ég átti, og er því með mikinn karakter.  Í dag hjálpaði vinkona mín mér að setja rennilás í hana því að ég hef aldrei áður prjónað peysu sem er ekki heil. Alltaf að læra :) Ég má ekki kaupa mér meira af lopa verð að klára það sem ég er með á prjónunum og líka það sem ég er að sauma, það gengur ekki að vera með allt hálfklárað út um allt. Þessi dagur er búinn að vera rólegur og  góður  hjá mér, þurrkaði af og skúraði og fór svo út að ganga  veðrið var svo fallegt en frostið beit í kinnarnar á göngunni og það var bara notarlegt að koma heim til sín í hlýjuna eftir það. Ég ákvað að gera mína útgáfu af smalaböku í kvöldmatinn og ætla að láta uppskrifina hérna inn. Það sem ég notaði í þennan rétt var: 400 gr. hakk 3 gulrætur 1 laukur 2 hvítlauksrif 5 sneiðar beikon 3 stórar kartöflur salt, pipar og kóríander Karöflu...

Föstudagshugleiðing miðaldra konu ;) sem er ung í anda

Image
Já það enn og aftur kominn föstudagur og helgin framundan, það eru 12 dagar til páska og það er alveg upplagt að fara að athuga með trjágreinar í garðinum til að setja í vasa. Ef veðrið verður gott um helgina þá fer ég í það og þá verða þær farnar  að springa út á páskunum, það er svo gaman að skreyta aðeins með þessum björtu og fallegu litum það lífgar upp á tilveruna.  Í síðustu viku tók ég fyrir Geðorð nr. 2 að hlúa vel að því sem mér þykir vænt um, ég hef staðið mig sæmilega í því en þarf að gera betur og ætla því að taka þetta geðorð fyrir aftur  fljótlega. Í gærkvöldi talaði ég við konu í síma sem mér þykir mjög vænt um  ég er ekki búin að þekkja hana lengi en um leið og við hittumst var eins og við hefðum alltaf þekktst.  Eftir þetta  símtal fór ég að hugsa um af hverju við tengjumst sumu fólki sem við hittum betur en öðru, hvað stjórnar því? Á minni lífsleið hef ég verið svo heppin að kynnast mjög góðu fólki og er afar þakklát fyrir þ...

Lífsgleði og skonsur hvað er það?

Image
Ég velti því fyrir mér í morgunsárið hvað er lífsgleði  er það eitthvað sem  ég get keypt út í búð eða notað sem álegg á skonsu ? Þarf ég að vinna fyrir lífsgleðinni eða kemur hún bara af sjálfum sér? Þetta eru erfiðar spurningar að svara en ég veit fyrir víst að ég get ekki farið í búðina og keypt mér gleði, en mér finnst gaman að fara í búð og kaupa eitthvað sem gleður aðra þegar ég er lífsglöð. Ef ég er að kaupa eitthvað til að fylla upp í tómarúm sem er innra með mér þá gengur það ekki, dauðir hlutir geta aldrei komið í staðin fyrir lífsgleði eða fólk. Það koma tímar í lífi okkar þar sem við erum örlítið döpur eða jafnvel sorgmædd af misjöfnum ástæðum  það er gangur lífsins og það fer eftir því hvað það er sem við erum að ganga í gegnum hvað það tekur langan tíma að komast í gegnum það eða að læra að lifa með því. Það er ekki hægt að flýta því að fara í gegnum sorg eða depurð  en við getum gert ýmislegt til að hjálpa okkur í gegnum hana...

Laugardags leti og pizza

Image
Já það er enn og aftur kominn laugardagur alveg ótrúlegt hvað vikan líður hratt. Ég fór í klukkutíma göngu í morgun það var svo fallegt veður, ætlaði ekki að nenna af því að ég hef ekki farið í 3 daga og fann hvað þetta er gott þegar ég var komin út. Ég var  löt í dag og það er stundum gott,  ég ákvað að vera með pizzu í kvöldmatinn og þurfti að byrja á því að gera sósuna á hana. Hér á myndinni er það sem í sósuna fór nema ég bætti sex kirsuberjatómötum út en þeir voru að byrja að verða linir. Sósan: 1 dós hakkaðir tómatar 6 kirsuberjatómatar ( setti þá í skál með heitu vatni lét þá liggja smá stund og tók svo hýðið af þeim) 4 hvítlauks geirar setti þá í hvítlaukspressu 1 tsk basílikka og 1 tsk. oregon, smá salt og pipar ég lét þetta sjóða í 20 mín. og þetta dugar á tvær pizzur og rúmlega það, ég frysti afganginn. Ég bjó til 2  pizzu botna úr hveitikími og í þá notaði ég: 60 gr. hveitikím 3 msk. sesamfræ 2 msk. kúmen 1/2 tsk. salt 1/2 tsk...