Innlit, útlit í garðinn minn.......á góðum degi !!
Ég rölti út í garð til að kíkja á gróðurinn og til að klippa tréin áður en þau fara að bruma fyrir alvöru, og þá sá ég að rababarinn er farinn að kíkja upp úr moldinni, þetta er svo skemmtilegilegur tími sem er að fara í hönd, en svo getum við alltaf átt von á því ennþá að það fari að snjóa og frysta og ég veit ekki hvað og hvað .... En í augnablikinu er gott veður og það er um að gera að njóta þess í stað þess að hafa áhyggjur af einhverju sem getur komið. Graslaukurinn er líka komin af stað og það er ekkert langt í að ég sæki hann í matinn, mér finnst svo gott að klippa hann yfir salöt eða bara ofan á tómata á ristuðu brauði namm, namm myndin er nú ekki vel tekin hjá mér en þetta sem sést með graslauknum er vermireitur sem ég er með og í hann sái ég salati og gulrótum í byrjun maí svo að ég fái uppseru fyrr. Í garðinum var líka vorlaukur síðan í fyrra og púrrulaukur sem var úti í vetur þeir fá að vera þarna áfram og svo sjáum við hvað gerist kannsk...