Gersemar krefjast umhyggju !!!

 Ég hef alltaf verið dugleg að skreyta um páskana og núna prófaði ég að taka eggjaskurn af eggjum sem ég var að nota og skola hana og athugaði hvernig væri að lita eggin. Síðan ætlaði ég að nota þetta í skraut en er ekki komin lengra en það sem sést á myndinni.
 Til að lita eggin notaði ég skál sem ég setti vatn í og út í það slettu af ediki og síðan matarlit og lét eggjaskurnina liggja smá stund.
Þetta virkaði bara mjög vel og það getur verið gaman að gera þetta við harðsoðin egg sem við ætlum að borða um páskana. Unginn sem er á myndinni gerði dóttir mín fyrir mörgum árum og hann er svo fínn með þennan hatt að hann fær alltaf að vera með í páska fjörinu.

Ég heyrði konu segja um daginn vertu framkvæmdarstjórinn í þínu lífi!

Því ef þú metur sjálfa þig að verðleikum rennur upp fyrir þér hvílík gersemi þú ert, og gersemar krefjast umhyggju ( þetta kemur úr bókinni Láttu ljós þitt skína ) og til þess að ég geti gert það verð ég að sjá um framkvæmdina. Þá er alltaf spurning um hvernig vil ég forgangsraða hjá mér, ég verð að hafa mitt prógramm í lagi og líka taka tillit til þeirra sem ég bý með og oft er þetta erfitt fyrir okkur.

Ef við hættum að vera framkvæmdastjórar í eignin lífi og það er einhver annar orðin það án þess að við  tökum eftir því þá er oft erfitt að snúa til baka.
Það er svo auðvelt að segja og sjálfan sig og  aðra  þú átt bara gera svona og svona en það er ekki alltaf auðvelt í framkvæmd, við þurfum sterk bein til að standa með okkur og það er ekki eigingirni að gera það.

Ég er að brölta við að vera framkvæmdarstjórinn í mínu lífi um þessar mundir og það er bara frekar töff að takast á við það, ég var einu sinni með þessa stjórn og einhvers staðar á leiðinni hvarf hún og ég ein ber ábyrgð á því.  Núna er ég byrjuð aftur í líkamsrækt og þarf að mæta 3 x í viku og fer líka út að ganga, einnig stunda ég árverkni sem kemur ró á mig á móti hreyfingunni  ég er líka  að skoða matarræðið hjá mér því að það hefur áhrif á heilsuna. Ég er með gott fólk sem er að hjálpa mér í þessari uppbyggingu minni, en ég verð samt að vera framkvæmdarstjórinn og sjá um að mæta þar sem ég þarf að vera og fylgjast með því hvað fer ofan í mig og taka ábyrgð á því. ( leiðinlegt af hverju getur ekki einhver fært mér bara hollan mat heim :) smá grín mér finnst gaman að elda.

En það er að koma súkkulaði hátíð og ég mun örugglega fá mér smá súkkulaði og það er bara fínt því að við verðum að læra að njóta ekki vera með eilífðar samviskubit, það er partur af batanum að læra að njóta. Ef ég kem ekki hérna inn aftur fyrir páska þá segi ég bara gleðilega hátíð og farið vel með ykkur og munið hver er framkvæmdarstjórinn í ykkar lífi.
 

 .

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!