Posts

Showing posts from October, 2017

Kona 60+ einhleyp og hvað

Image
Hvað þýðir það að vera einhleypur ????   Þýðir það að vera alltaf einn úti að hlaupa og kaupa, þetta er svolítið skrítið orð finnst mér og ekki er betra að vera fráskilin. Skilin frá þeim sem þú elskar eða elskaðir, frá fjölskyldu þeirra og kannski einhverjum vinum, hljómar ekki vel en þanning er það oft og það getur verið erfitt fyrir fólk að vinna úr því. Hvað  þýðir þetta fyrir konu sem er komin yfir sextugt, er þá lífinu lokið af því að þú ert að eldast og átt ekki maka?  Ertu þá bara alveg úti að aka og nennir ekki lengur að vaka, hvað þá að baka? Það fer örugglega bara eftir því hverning persóna þú ert og ég held líka að það sé mikill munur á körlum og konum, konur eru oft betur settar félagslega og eiga því auðveldara með  að fóta sig í nýja lífinu, og auðvitað eru einhverjir karlenn þannig líka en það er sjaldgæfara. Ég hef nóg að gera og stundum allt of mikið og get ráðið því sjálf hvort ég sé úti á hverju kvöldi að gera eitthvað skemmtilegt, en auðvi

Það kom að því !!!

Image
Enn einu sinni ætla ég að reyna að byrja að blogga aftur, tíminn líður svo hratt og það hefur verið nóg að gera hjá mér, búin að flytja 2 x á þessu ári og er núna að koma mér fyrir í íbúðinni sem ég keypti mér í vor og er að byrja að finna mig heima þar og það er svo gott. Það sem kveikti í mér að skrifa í kvöld var að ég var á FB og ýtti á gamni mínu á hvað yrði í huga mínum 2018, og það er ótrúlegt hvað það sem kom út hitti mig vel. "Whenever I find myself doubting how far I can go, I will remember how far I have come. I will remember everything I've  faced, all the battles I've won and all the fears I've overcome" Ég hef verið dugleg við það undanfarið að gera lítið úr því sem ég hef verið að gera, og sagt mér að það þýði ekkert fyrir mig að hugsa um að skipta um vinnu eða elta drauma mína af því að ég sé svo gömul og kunni ekki nóg sem er bara algjör vitleysa.  Auðvitað get ég ekki vitað hvað í mér býr ef ég læt ekki á það reyna, þannig að n