Posts

Showing posts from February, 2013

Að vera eða vera ekki !!!

Image
 Ég fékk þessa fallegu túlipana frá góðri vinkonu minni þegar hún kom í heimsókn í fyrradag. Hún vildi með þeim óska mér alls hins besta þegar ég mæti í vinnu 1.mars. Ég er búin að vera frá vinnu í fimm mánuði vegna veikinda og er að byrja hálfan daginn á föstudag og það eru blendnar tilfinningar sem fylgja því, það er líka búið að gera breytingar á starfinu mínu á meðan ég var frá og það verður áskorun að takast á við það líka, en ég veit að ég á gott fólk að á vinnustaðnum mínum og ég fer full af jákvæðni og tilhlökkun til baka og vonandi tilbúin til að takast á við ný og spennandi verkefni. Vinnan  hefur gefið mér svo mikið í gegnum tíðina og hefur verið mjög stór partur af mínu lífi, og þegar ég þurfti að fara í veikindarfrí þá fann ég fyrir mikilli skömm, ég var ekki fótbrotin eða með líkamleg mein það sást ekki utan á mér að eitthvað væri að. Það tók mig þrjá mánuði að komast yfir skömmina og að sætta mig við það að vera veik, ég held að þá fyrst hafi mér byrjað að batna.

Að setja sér markmið og búa til kjötbollur

Image
Geðorðin 10. 1. Hugsaðu jákvætt það er léttara 2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um 3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir 4. Lærðu af mistökum þínum 5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina 6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu 7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig 8. Gefstu ekki upp, velgegni í lífinu er langhlaup 9. finndu og ræktaðu hæfileika þína 10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast Það er mikill sannleikur í Geðorðunum og ég ætla að setja mér það markmið að taka eitt fyrir í einu og gefa mér viku í hvert fyrir sig , og ætla að byrja í dag því að það er enginn dagur betri en dagurinn í dag til þess. Eftir viku geri ég svo upp hvernig mér gekk að vera jákvæð :) og tek fyrir það næsta á listanum, í dag er ég jákvæð og þakklát fyrir heilsuna það er ekki sjálfgefið að heilsan sé góð og við tökum því of oft sem sjálfsögðum hlut og gleymum að þassa upp á okkur. En að öðru: Í gær gerði ég kjötbollur í frystinn það er svo go

Árverkni/Gjörhygli Kartöflusúpa

Image
Fyrir mörg okkar getur verið erfitt að vera hér og nú eða vera í núinu eins og sagt er, ég er ein af þeim sem á erfitt með það núna. Í mörg ár stundaði ég hugleyðslu og átti mjög auðvelt með að vera í núinu en svo hætti ég því smátt og smátt og á endum alveg og ég fékk svo sannarlega að finna fyrir því streitan tók alveg yfir í mínu lífi. En við getum alltaf bætt okkur og ég er  farin að stunda Mindfulness/ Árverkni eða gjörhygli eins og það heitir  á íslensku,  og er á námskeiði á mánudögum í því, og geri svo æfingar heima. Ég var á Heilsustofnun í Hveragerði í byrjun árs í 4 vikur og þar iðkaði ég þetta daglega og er farin að finna mikinn mun á mér. Ég tek betur eftir því hvað tilfinningar koma upp í mismunandi aðstæðum og hvaða áhrif þær hafa á líkamann minn. í Hveragerði ég fór á dagsnámskeið í listaþerapíu  það var frá 9-15 og við byrjuðum á að hugleiða og svo fórum við að mála og þetta gerðum við 3x,  eftir hádegismat  skoðuðum við verkin hjá hver annari og sögðum frá því

Konudags hugleiðing

Image
  Haltu áfram að stíga skref í átt að því sem þig dreymir um,  Mörg lítil skref gera gæfumunin. Allt í einu getur draumur þinn orðið að veruleika. Í dag var ég  að taka til í skápum og skúffum  og hugsaði  mikið á meðan, t.d hvað langar mig að gera í framtíðinni eða  er ég kannski orðin of gömul fyrir drauma um hana? Nei við megum  aldrei  verða of gömul fyrir drauma,  og ég á mér ennþá drauma og ætla að gera mér lista yfir þá og setja hann hérna þá verða þessir draumar mínir sýnilegir og ég get farið að stíga skref í áttina að þeim. 1. Leika við barnabörnin þegar þau koma 2. Ganga Jakobsveginn með Ruth vinkonu minni þegar hún verður sextug. 3. Læra ítölsku og fara til ítalíu og vera þar í að m.k mánuð. 4. Vera fararstjóri erlendis. 5. Dansa tangó í Argentínu. 6. Fara á námskeið til að læra ljósmyndun. 7. Skrifa bók. 8. Sitja á vinstri bakka Signu í París og mála mynd. 9. Flytja fyrirlestra á opinberum vettvangi. 10. Fara í jógaf

Fræ eru fyrirheit:

Image
Já það er satt að fræin bera með sér fyrirheit um að úr þeim verði planta. Ég fór yfir fræstöðuna á mínu heimili í gær og komst að því að ég á ýmislegt til en vantar kryddjurtarfræ. En ég fann samt Basilíkufræ sem ég ætla að setja niður í dag. Það sem gott er hafa þegar þetta er gert: 2 blómapottar 22-23 cm í þvermál vikur eða leirkúlur til að setja í botninn á pottinum mold, plast til að setja yfir pottana og svo er gott að hafa bakka eða undirdisk og einn pakka af fræjum. Setjið lag af vikri í botninn á pottunum og fyllið þá af mold, en passið að það sé ekki alveg upp að barminum svo að það sé gott að vökva vel. Þjappið moldina vel og vökvið þar til öll moldin er vel blaut stráið þá fræjunum yfir og setjið svo þunnt lag af mold yfir og notið svo úðabrúsa til að bleita þá mold því fræin skolast til ef vökvað er með venjulegum hætti. Etir 20-30 mín. er ágætt að skoða hvort fræin séu öll ofan í moldinni, því að þá hafa þau tútnað út og sjást vel á yfirborðinu. Ýtið þeim þá niður
Image
Sjáðu mistök þín ekki sem persónu galla, heldur sem samansafn af verðmætustu kennslustundum lífsins. Þetta er góð speki fyrir mig á þessum degi, ég fór áðan  í minn daglega göngutúr sem er að verða alveg ómissandi ég tek mér góðan klukkutíma í þennan túr  og er að hlusta á skemmtilega sögu á meðan. Ég reyni samt að fylgjast með umhverfinu og hef tekið eftir því núna undanfarið að það er mikið af könglum sem liggja á jörðinni og  hafa dottið af grenitrjánum  veit ekki af hverju það er, kannski rokið eða þá að trén eru að undirbúa sáningu á nýjum fræjum.  Þarf að lesa mér til um það en mér datt í hug að setja þetta hérna inn ef einhver er að lesa bloggið mitt því að það er um að gera að taka með sér poka og tína upp slatta af könglum og setja þá svo á dagblað til að þurkka þá þegar heim er komið. Ég geri þetta sjálf og fyrir tveimur árum gerðum við könglakrans fyrir jólin og geymum hann svo á milli jóla og svo set ég bara á hann greni áður en ég hengi hann upp í desemb
Image
Ég hef verið hvött til að halda úti bloggsíðu um mat og fleira en eitthvað hefur alltaf stoppað mig í því, en nú er ég byrjuð og ætla að sjá hvernig mér gengur. Dætur mínar segja  að ég sé tækniheft og það getur vel verið að það sé eitthvað til í því, en við vitum ekki hvað í okkur býr fyrr en við látum á það reyna og mistökin eru til að læra af þeim :) Í gærkvöldi þegar ég var að vesenast við að koma þessari síðu á koppin þá var ég líka að sjóða sultu og að gera súpu, þetta er  ég í hnotskurn þarf alltaf að gera allt í einu en ég er líka að reyna að breyta þessu og kannski með því að halda úti síðu get ég fylgst betur með sjálfri mér. Ég skrifaði dagbók í mörg ár og byrjaði aftur á því núna um áramótin og það er hjálplegt en ég hef ekki skrifað í hana í 2 vikur núna. Skálin sem er á myndinni er eitt af því sem bóndinn hefur smíðað og hún er alveg gullfalleg og vel gerð og ég ætla reglulega að koma með myndir af því sem hann er að bralla við í bílskúrnum og set svo í leiðinni i
Image
Þá er komið að því að byrja að blogga um mat og fleira! Á þessa síðu ætla ég að setja mataruppskriftir, föndur og það sem bóndinn er að smíða, hann smíðaði þessa fallegu hillu handa mér í eldhúsið þegar við fluttum inn. Ég saumaði puntuhandklæðið því að mér finnst gaman að hafa svolítið gamaldags í bland við nýtísku heima hjá okkur.