Að setja sér markmið og búa til kjötbollur
Geðorðin 10.
1. Hugsaðu jákvætt það er léttara
2. Hlúðu að því sem þér þykir vænt um
3. Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir
4. Lærðu af mistökum þínum
5. Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina
6. Flæktu ekki líf þitt að óþörfu
7. Reyndu að skilja og hvetja aðra í kringum þig
8. Gefstu ekki upp, velgegni í lífinu er langhlaup
9. finndu og ræktaðu hæfileika þína
10. Settu þér markmið og láttu drauma þína rætast
Það er mikill sannleikur í Geðorðunum og ég ætla að setja mér það markmið að taka eitt fyrir í einu og gefa mér viku í hvert fyrir sig , og ætla að byrja í dag því að það er enginn dagur betri en dagurinn í dag til þess.
Eftir viku geri ég svo upp hvernig mér gekk að vera jákvæð :) og tek fyrir það næsta á listanum, í dag er ég jákvæð og þakklát fyrir heilsuna það er ekki sjálfgefið að heilsan sé góð og við tökum því of oft sem sjálfsögðum hlut og gleymum að þassa upp á okkur.
En að öðru:
Í gær gerði ég kjötbollur í frystinn það er svo gott að geta gripið í þær ef það er lítill tími til að elda, ég geri þetta reglulega og þá geri ég bæði gamaldags bollur og svo prófa ég allskonar krydd og sultur og chutny og bara það sem mér dettur í hug í það skiptið, ennþá hef ég ekki gert bollur sem eru vondar :)
Þessar bollur á myndini eru frá því í gær ég gerði tvennskonar og þetta urðu 54 bollur, ég ætla að láta uppskriftirnar fylgja. Ég reyni alltaf að vera hagsýn og kaupa hakk á tilboði, stundum er það nautahakk eða svínahakk og ég hef líka keypt folaldahakk en það eru ekki allir sem vilja það og það er um að gera að nota bara það sem er í mestu uppáhaldi hjá manni.
Þetta er það sem fór í grunnuppskriftina hjá mér.
1400 gr. hakk
2 laukar
6 hvítlauksgeirar
2 tsk. salt
3.tsk. pipar ( svartur )
1 egg
25 msk. haframjöl
Ég setti hakkið í skál og og reif laukinn og hvítlaukinn á rifjárni út í það kemur svo mikill safi af lauknum ef þetta er gert svona í stað þess að saxa hann.
Síðan setti ég saltið og piparinn út í og hrærði það vel saman og svo bætti ég egginu í, þá fór haframjölið út í en ég kaus að nota haframjöl í þetta sinn en stundum geri ég til helminga haframjöl og brauðrasp. Þetta fékk að taka sig í 10 mín. til þess að allt bragðið skilaði sér, síðan skipti ég blöndunni í tvennt.
Út í aðra blönduna setti ég;
1 rauðan chilli saxaðan smátt og tók fræin úr honum
3 msk. saxaða steinselju
1 msk. engiferduft
2 tsk. fetaost
3 tsk. mangó chutny
Þessu blandaði ég vel saman og lét bíða í 5 mín til að láta deigið taka sig og síðan mótaði ég bollur úr þessu. Þetta eru sterkar bollur gætu verið indverskar.
Í hina blönduna setti ég:
1 msk. kóriander fræ
2 tsk. kúmen
3 msk. sesamfræ
ég setti þessa blöndu af kryddi í pott og leifði henni að hitna og setti hana svo í mortel og sló fræin í sundur í því, þá setti ég kryddið út í blönduna og mótaði bollur úr því.
Ég setti bollurnar á smjörpappír í ofnskúffu og bakaði þær í ofni þangað til þær voru aðeins byrjaðar að brúnast, þær eru hollari svoleiðis.
Nú er um að gera að prófa að gera sínar eigin bollur og nota það krydd sem ykkur finnst best.
Stundum hef ég sett út í hakkið hakkaða tómata, fetaost, hvítlauk, timjan, salt og pipar þær eru líka mjög góðar.
Það er líka gott að eiga bara venjulegar bollur í frysti þá er hægt að gera brúna sósu með þeim eða steikja lauk og hafa spælt egg með, það er alltaf vinsælt heima hjá mér.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
En að öðru:
Í gær gerði ég kjötbollur í frystinn það er svo gott að geta gripið í þær ef það er lítill tími til að elda, ég geri þetta reglulega og þá geri ég bæði gamaldags bollur og svo prófa ég allskonar krydd og sultur og chutny og bara það sem mér dettur í hug í það skiptið, ennþá hef ég ekki gert bollur sem eru vondar :)
Þetta er það sem fór í grunnuppskriftina hjá mér.
1400 gr. hakk
2 laukar
6 hvítlauksgeirar
2 tsk. salt
3.tsk. pipar ( svartur )
1 egg
25 msk. haframjöl
Ég setti hakkið í skál og og reif laukinn og hvítlaukinn á rifjárni út í það kemur svo mikill safi af lauknum ef þetta er gert svona í stað þess að saxa hann.
Síðan setti ég saltið og piparinn út í og hrærði það vel saman og svo bætti ég egginu í, þá fór haframjölið út í en ég kaus að nota haframjöl í þetta sinn en stundum geri ég til helminga haframjöl og brauðrasp. Þetta fékk að taka sig í 10 mín. til þess að allt bragðið skilaði sér, síðan skipti ég blöndunni í tvennt.
Út í aðra blönduna setti ég;
1 rauðan chilli saxaðan smátt og tók fræin úr honum
3 msk. saxaða steinselju
1 msk. engiferduft
2 tsk. fetaost
3 tsk. mangó chutny
Þessu blandaði ég vel saman og lét bíða í 5 mín til að láta deigið taka sig og síðan mótaði ég bollur úr þessu. Þetta eru sterkar bollur gætu verið indverskar.
Í hina blönduna setti ég:
1 msk. kóriander fræ
2 tsk. kúmen
3 msk. sesamfræ
ég setti þessa blöndu af kryddi í pott og leifði henni að hitna og setti hana svo í mortel og sló fræin í sundur í því, þá setti ég kryddið út í blönduna og mótaði bollur úr því.
Ég setti bollurnar á smjörpappír í ofnskúffu og bakaði þær í ofni þangað til þær voru aðeins byrjaðar að brúnast, þær eru hollari svoleiðis.
Nú er um að gera að prófa að gera sínar eigin bollur og nota það krydd sem ykkur finnst best.
Stundum hef ég sett út í hakkið hakkaða tómata, fetaost, hvítlauk, timjan, salt og pipar þær eru líka mjög góðar.
Það er líka gott að eiga bara venjulegar bollur í frysti þá er hægt að gera brúna sósu með þeim eða steikja lauk og hafa spælt egg með, það er alltaf vinsælt heima hjá mér.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu!
Comments