Posts

Showing posts from January, 2017

Viðburðarríkt ár 2016 fyrsti hluti

Image
Það er ekkert búið að vera neitt smá gaman hjá mér þetta árið ég varð sextug í sumar og því var fagnað í mörgum löndum. Það byrjaði í Dublin en þangað fórum við í janúar að heimsækja Nonna minn og vorum þar eina helgi og það var mjög gaman að koma þangað og ég er alveg til í að koma þangað aftur að sumri til. Það er marft að sjá t.d Trinity College en hann var stofnaður 1592 og þar hafa margir gengið um gangana og lesið og lært, þetta er mjög merkileg bygging,írska fólkið er vinsamlegt og mjög líkt okkur íslendingum enda sagt að við séum með írskt blóð í æðum það voru líka þekkt ljóðskáld sem bjuggu í Dublin eins og t.d  George Bernard Shaw, Yeats og fleiri. Það voru skemmtilega skreytt hús í Dublin tilvitnanir í ljóð skálda sem þar bjuggu einu sinni. Þarna erum við Nonni í borgartúr Pétur var með okkur en hann er eitthvað myndfælinn gaman að fara og sjá borgina í svona túristastrætó.   Þetta er tilvitnum sem ég hef oft heyrt og það er alveg víst að það er eitthvað til