Posts

Showing posts with the label Súpur
Image
Ég hef verið hvött til að halda úti bloggsíðu um mat og fleira en eitthvað hefur alltaf stoppað mig í því, en nú er ég byrjuð og ætla að sjá hvernig mér gengur. Dætur mínar segja  að ég sé tækniheft og það getur vel verið að það sé eitthvað til í því, en við vitum ekki hvað í okkur býr fyrr en við látum á það reyna og mistökin eru til að læra af þeim :) Í gærkvöldi þegar ég var að vesenast við að koma þessari síðu á koppin þá var ég líka að sjóða sultu og að gera súpu, þetta er  ég í hnotskurn þarf alltaf að gera allt í einu en ég er líka að reyna að breyta þessu og kannski með því að halda úti síðu get ég fylgst betur með sjálfri mér. Ég skrifaði dagbók í mörg ár og byrjaði aftur á því núna um áramótin og það er hjálplegt en ég hef ekki skrifað í hana í 2 vikur núna. Skálin sem er á myndinni er eitt af því sem bóndinn hefur smíðað og hún er alveg gullfalleg og vel gerð og ég ætla reglulega að koma með myndir af því sem hann er að bralla við í bílskúrnum og set svo í l...