Posts

Showing posts from May, 2019

Ást um ást til ástar

Image
Ég hef verið að velta  orðinu ást  fyrir mér undanfarið hvað þýðir það?  Er hægt að mæla hana?   Er hún beitthvað sem þú upplifir einu sinni eða getur þú elskað nokkrum sinnum, kannski marga í einu?  Eru fleiri en ein tegund af ást? Já stórt er spurt og er eitthvað eitt rétt svar við þessu ég er ekki viss. Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf- án átaka, enginn þroski og er það ekki svo t.d í samböndum að það verða alltaf átök eða eru til sambönd þar sem fólk tekst ekki á ? Ég hef verið svo heppin að fá að elska marga og á mismunandi vegu og nýjasta ásin í lífi mínu eru litlu börnin og það er svo gott að finna þessa hreinu tilfinningu til þeirra og hvað þau gefa mikið á móti án skilyrða. Ástin á börnunum mínum er eitthvað sem ég er svo þakklát fyrir, að geta fundið fyrir þessari djúpu ást á þeim og finn fyrir stolti hvað þau eru frábærar manneskjur. Systur eru fjársjóður stendur skrifað á skilti sem ég sá,  það er svo sannarlega rétt og ég er svo heppin að eiga þæ