Ást um ást til ástar

Ég hef verið að velta  orðinu ást  fyrir mér undanfarið hvað þýðir það?  Er hægt að mæla hana? 
 Er hún beitthvað sem þú upplifir einu sinni eða getur þú elskað nokkrum sinnum, kannski marga í einu?  Eru fleiri en ein tegund af ást? Já stórt er spurt og er eitthvað eitt rétt svar við þessu ég er ekki viss.



Sigmund Freud sagði: Án ástar, ekkert líf- án átaka, enginn þroski og er það ekki svo t.d í samböndum að það verða alltaf átök eða eru til sambönd þar sem fólk tekst ekki á ?

Ég hef verið svo heppin að fá að elska marga og á mismunandi vegu og nýjasta ásin í lífi mínu eru litlu börnin og það er svo gott að finna þessa hreinu tilfinningu til þeirra og hvað þau gefa mikið á móti án skilyrða.

Ástin á börnunum mínum er eitthvað sem ég er svo þakklát fyrir, að geta fundið fyrir þessari djúpu ást á þeim og finn fyrir stolti hvað þau eru frábærar manneskjur.

Systur eru fjársjóður stendur skrifað á skilti sem ég sá,  það er svo sannarlega rétt og ég er svo heppin að eiga þær nokkrar og  ást mín til þeirra hefur bara aukist með árunum, einning þakklætið að hafa
þær í lífi mínu.

Ég er líka svo heppin að eiga góða og trausta vini og ég finn fyrir mikilli væntumþykju til þeirra og það er örugglega ein tegund af ást,  sumir hafa fylgt mér frá því að ég var unglingur og aðrir komið

inn í líf mit á mismunandi tímum á lífsleiðinni og vonandi fylgja mér áfram veginn.

Það hafa líka komið menn inn í líf mitt sem ég hef orðið ástfangin af, og ég er löngu búin að átta mig á því að ég var mjög tilfinningalega misþroska og átti erfitt með treysta einhverjum fyrir mér og það var fyrri reynsla sem olli því og því fór sem fór.

Ég skammast mín  ekki fyrir að hafa gefið ástinni tækifæri nokkrum sinnum, þrátt fyrir að samböndin hafi ekki gengið upp eða kannski gengu þau upp og kláruðust? Ég lærði eitthvað af þeim öllum og fyrir það er ég þakklát í dag og hugsa til þeirra með hlýju.

Ennþá er smá skammarstipill ef kona hefur átt fleiri en einn mann, þá hlýtur að vera eitthvað mikið að  hjá henni að geta ekki haldið í sinn mann.  Eða eins og  blessunin hún móðir mín hefur sagt við mig
" er þetta ekki bara brókarsótt" hversu fallegt er það nú.

Það er mikið talað um að elska sjálfan sig, ég hef  komist að þeirri niðurstöðu að ef mér þykir ekki nógu vænt um mig til að sinna vel mínum grunnþörfum, þá er ég ekki í góðum málum.
Ég mun halda áfram að gefa ástinni í öllum sínum birtingarmyndum tækifæri og halda áfram að elska sjálfa mig því að það eru ekki mörg ár síðan það ástarsamband byrjaði og hver veit hvað framtíðin ber í skauti sér, ekki veit ég það...








Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!