Gúrka, gúrka, gúrka

   Það er stundum talað um gúkutíð þegar lítið er í fréttum og þannig er það búið að vera hjá mér að undanförnu hef ekki skifað í nokkra daga vegna annríkis og andleysis og þannig er það bara stundum hjá okkur í lífinu og er bara allt í lagi :)


En ég gerði súrar gúrkur um daginn því að ég átti agúrku sem var að verða leiðinleg ( tala nú ekki við gúrkurnar mínar) ég meina hún var aðeins byrjuð að verða lin.

Ein krukka af sýrðri  gúrku:

1 agúrka
2 dl. borðedik
1 dl. vatn
3 msk. sykur
 3 lárviðarlauf
3-4 negulnaglar
nokkur svört piparkorn
3 bitar af anis 
set oft eina anis stjörnu en núna átti ég bara rest og enga heila, setti í pott  allt nema gúrkurnar og sauð það í c.a 10 mín til að fá bragðið fram og sótthreinsaði krukku með sjóðandi vatni og setti gúrkurnar í hana.
Þegar lögurninn var aðeins farinn að kólna þá hellti ég honum í krukkuna og kældi alveg og setti svo í ísskáp, það er svo gott að eiga þetta með mat eða á samloku og þetta er ágæt lausn ef gúrkan er að byrja að verða lin í stað þess að henda henni.


Annað sem gott er að gera við gúrku er að setja hana í könnu og svo kalt vatn og klaka og kreista 1/2 sítónu út eða setja 2-3 sneiðar út í , láta þetta standa í ísskáp og taka sig og drekka þetta svo yfir daginn.
Mér finnst þetta bragðgott, hressandi og vatnslosandi.



Ég fann þessa mynd á netinu og þennan link þar sem kennt er að gera gúrku augnmaska
http://www.youtube.com/watch?v=BD9TAfFEp9A


Ég sá á netinu grein um  konu sem fékk augnsýkingu við það að setja agúrkur á augun,  ég hef nú prófað það og ég slapp alveg við sýkingu en kannski er þetta rétt maður á kannski aldrei að setja neitt beint á augun en hvað veit ég.

Agúrkan er 96% vatn og er því góð á húðina ísköld það dregur úr bólgum í húðinni.
Það er líka gott að nota hana í salat því að þú getur borðað mikið af henni því að hún telur ekki margar hitaeiningar.
Sérfræðingar eru ekki sammála af hverju agúrkan hefur þessi áhrif á húðina sumir segja að það sé út af vatninu í gúrkunni meðan aðrir segja að það sé út af kuldanum,  það á að kæla hana vel áður en hún er sett á húðina.

Í austurlöndum hefur þessi planta þekkst í 300 ár og breiddist svo út til vesturs hún var þekkt hjá grikkjum og rómverjum,  keisarinn Tiberius hafði gúrku á sínu borði daglega bæði sumar og vetur.
Gúrkan var þekk á Englandi á tímum Edvards III 1327 en féll svo í gleymsku þar þar til á tímum Henry VIII en það varð ekki almenn notkun á henni þar fyrr en á miðri sautjándu öld.
Það eru líka til ilmvötn úr gúrku og þá ilmar maður mjög ferskur.....eða freskur eins og ein vinkona mín segir.

Það tilheyrir sumrinu hjá mér að nota mikið af agúrku og það er fátt betra í útileguna eða lautarferð en gott gróft brauð með eggjum, agúrku og tómötum, það er líka svo auðvelt að búa til allskonar góð salöt með gúrku í og um að gera að láta ýmyndunaraflið ráða för í þeim efnum.

Ætla að setja inn slökunarráð fyrir fætur:

Settu nokkrar gúrkusneiðar og engiferbita í heitt vatn og farðu í fótabað þetta hvílir  þreytta fætur hvort heldur það er eftir góðan göngutúr eða búðarráp, ég persónulega verð þreyttari í fótunum eftir að fara í búðir heldur en að fara út að ganga.

Gúrkur eru geggjaðar - Guðrún Bergmann - mbl.is www.mbl.is ég sá þetta á fésinu eftir að ég skrifaði þessa færslu en ætla að bæta þessu hérna inn endilega skoðið.


Comments

Popular posts from this blog

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!