Posts

Showing posts from September, 2014

Síðasta veiðiferð sumarsins !

Image
Að öllu óbreyttu þá var síðasta veiðiferðin okkar farin í 23. ágúst og það var svo gaman af því að Helga og Bjössi vildu fara með og við vorum að fara í fyrsta skiptið að veiða í Framvötnunum og vissum ekkert hvað við vorum að fara út í. Við sáum þetta skilti á gatnamótunum og við skoðum það vel og lögðum síðan aftur af stað um grýttan veg og stefnan tekin á Landmannahelli. Hekla í sparifötunum bara fyrir okkur það er svo oft sem ekki sést í toppinn á henni en þarna skartaði hún sínu fegursta. Ekki var útsýnið af verri endanum þarna innfrá Mér fannst þetta svo skemtilegt myndefni eitt umferðarskilti úti í auðninni. Það var farið að rökkva þegar við komum á áfangastað semsagt Landmannahelli Himininn var svo fallegur rauður, gulur og blár. Það er hægt að leigja sér hús eða svefnpokapláss þarna eða vera á tjaldstæði. Þessi mynd var tekin þegar við vorum að fara að sofa á föstudagskvöldið  Um nóttina fraus  og vöðlunar og

Krydd i tilveruna

Image
Ég hreinlega elska þennan árstíma og nýt þess í botn að sulta og sýsla og síðasta sunnudag í rokinu og rigningunni var ég að dunda mér við að sauma í höndunum  þessa litlu poka undir kryddjurtir. Ég gerði þá úr viskustykki sem ég átti og hafði keypt í rúmfó einhvern tímann og svo setti ég kryddjurtirnar í og lokaði með borða og setti merkimiða á til að vita hvað er í hverjum poka til að auðvelda mér þegar ég þarf að nota þær í vetur, en núna er ég að nota þær ferskar á meðan hægt er. Þetta er timjan, koríander, dill, garðblóðberg og mynta og svo á ég eftir að taka rósmarín og setja það í poka. Það er alltaf gaman að gera tilraunir og núna prófaði ég að setja koríander í ísbox með olífuolíu. fyrst setti ég kryddið í og hellti síðan olíunni yfir og setti í  frystipoka og inn í frysti   þetta varð eins og smjör með kryddjurtum í og það er hægt að taka bita af þessu og nota. Prófaði að frysta myntublöð með vatni í ísboxi og get þá sett þá beint í kön

Kónguló, kónguló vísaðu mér á berjamó ......

Image
Við hjónaleysin fórum í nestisferð í Hvalfjörðin á sunnudegi fyrir 3 vikum og ákváðum á síðustu stundu að taka með okkur fötur og berjatínur svona til von og  vara ef við mundum finna einhver ber þar, við ætluðum líka að kíkja eftir steinum og svo átti þetta bara að vera skemmtilegt sunnudagsferð. Við ákváðum að fara í gegnum göngin og þá leið og sjá til hvort við reyndum að tína ber í Brynjudalnum á leiðinni til baka, við dóluðum okkur og fórum í fjöruna og löbbuðum þar  þetta var svo fallegur og heitur  dagur og gaman að vera úti.  Svo vorum við orðin svöng og ákváðum að fá okkur bita og fundum okkur stað til þess og viti menn var ekki bara allt krökkt af krækiberjum þar við áttum ekki von á því og þetta var ekki einkaland þannig að við fengum okkur bita og svo fórum við að tína og áður en við vissum af vorum við komin með 10 kg.   Við ákváðum að láta þar við sitja og halda áfram för okkar og þegar við komum að afleggjaranum að Brynjudalnum þá var fólk þar út um allt

Basiliku ilmurinn er yndislegur og bragðið eftir því

Image
Í vor setti ég niður basilikufræ og fékk fínar plöntur í byrjun júní og þar sem ég var að fara til ítalíu til að vera allan mánuðinn þá setti ég aftur niður fræ áður en ég fór  ef svo illa vildi til að plönturnar mínar myndu ekki lifa af þennan mánuð. En þær voru vel lifandi og fínar  þegar ég kom heim í byrjun júlí og littlar plöntur komar af stað í nýjum potti og ég hef átt nóg í sumar og þær munu endast eitthvað fram eftir hausti. Ég nota þær í ýmislegt t.d finnst mér gott að fá mér ristað brauð með tómötum og setja basiliku yfir það. En ég bjó mér líka til olíu til að nota út á pasta og ýmislegt annað og í hana setti ég : 2 hvítlauksrif 2 lúkur af basiliku ólífolíu ca 2 dl fer eftir því hvað maður vill hafa hana sterka gróf salt byrja á 1/2  tsk og bæta í ef maður vill Setti allt nema olíuna í matvinnslu vélina Maukaði það vel saman Bætti svo olíunni út í smátt og smátt   mín var frekar þykk en þannig vil ég hafa hana og geta þá frekar

Baunir eru bæði hollar og góðar.

Image
Undanfarin ár hef ég verið að rækta baunir og það hefur gengið misvel hjá mér, en í ár er uppskeran búin að vera mjög góð og auðvitað er ég ánægð með það. Ég hef verið með tvær tegundir bæði sykurbaunir sem eru bara flatar og ótrúlegar góðar og svo þessar sem eru með baunum inni í veit ekki hvað þær heita, það er svo spennandi þegar blómin fara að koma þá veit maður að von er á baunum en þær vaxa út úr blómunum. Þegar ég var að byrja að prófa þetta las ég allskonar um þessa ræktun og meðal annars það að maður má ekki setja þær niður  á sama stað tvö ár í röð vegna þess að jarðvegurinn þolir það ekki ( nitrium) Þannig að ég hef verið að hlaupa með þetta hingað og þangað og greinilega leið þeim mjög vel í skjólinu við kryddjurta kassan minn í sumar þar er heitt og notarlegt fyrir þær en þá klikkaði ég á því að binda þær almennilega upp og þær fóru að halla mikið og það var ekki gott og að lokum féllu þær framfyrir sig. En þetta er það skemmtilega við ræktun mað