Síðasta veiðiferð sumarsins !

Að öllu óbreyttu þá var síðasta veiðiferðin okkar farin í 23. ágúst og það var svo gaman af því að Helga og Bjössi vildu fara með og við vorum að fara í fyrsta skiptið að veiða í Framvötnunum og vissum ekkert hvað við vorum að fara út í.



Við sáum þetta skilti á gatnamótunum og við skoðum það vel og lögðum síðan aftur af stað um grýttan veg og stefnan tekin á Landmannahelli.



Hekla í sparifötunum bara fyrir okkur það er svo oft sem ekki sést í toppinn á henni en þarna skartaði hún sínu fegursta.


Ekki var útsýnið af verri endanum þarna innfrá


Mér fannst þetta svo skemtilegt myndefni eitt umferðarskilti úti í auðninni.


Það var farið að rökkva þegar við komum á áfangastað semsagt Landmannahelli


Himininn var svo fallegur rauður, gulur og blár.


Það er hægt að leigja sér hús eða svefnpokapláss þarna eða vera á tjaldstæði.


Þessi mynd var tekin þegar við vorum að fara að sofa á föstudagskvöldið


 Um nóttina fraus  og vöðlunar og skórnir frusu því að við reyndum aðeins að veiða áður fyrir svefninn,  en það var glampandi sól um morguninn til að hita þær upp áður en við fórum af stað að veiða.


Við fengum góða granna á tjaldstæðið 


Helga og Bjössi kunna sér ekki læti af kæti í þessu fallega landslagi.



Þarna erum við komin að fyrsta vatninu sem við ætluðum að veiða í þennan dag Frostastaðavatni


Ekki leiðinlegt útsýni þarna og veðrið lék við okkur 


og Helga og Bjössi brugðu á leik og voru mjög spennt að byrja að veiða.


Þarna tekur Björn á stökk til að kanna aðstæður 


Það voru teknir nokkrir fiskar þarna og allir fengu eitthvað og þegar líða fór á daginn sat unga fólkið og beið í rólegheitum eftir að verða vart við fisk á meðan við gömlu gengum inn með vatni til að skoða hvernig staðan var þar. 


Þegar leið að kvöldi var farið að blása hressilega en við reyndum samt í tveimur vötnum á leiðinni til baka en urðum ekki vör.


Þarna er Pétur að drífa sig með flugustönga ekki gefast upp alveg strax en silungurinn hafði betur í þetta sinn, en við vorum mjög ánægð öll fjögur með þessa ferð og það er alveg öruggt að við förum aftur næsta sumar á þennan fallega stað.


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!