Sjáðu mistök þín ekki sem persónu galla, heldur sem samansafn af verðmætustu kennslustundum lífsins. Þetta er góð speki fyrir mig á þessum degi, ég fór áðan í minn daglega göngutúr sem er að verða alveg ómissandi ég tek mér góðan klukkutíma í þennan túr og er að hlusta á skemmtilega sögu á meðan. Ég reyni samt að fylgjast með umhverfinu og hef tekið eftir því núna undanfarið að það er mikið af könglum sem liggja á jörðinni og hafa dottið af grenitrjánum veit ekki af hverju það er, kannski rokið eða þá að trén eru að undirbúa sáningu á nýjum fræjum. Þarf að lesa mér til um það en mér datt í hug að setja þetta hérna inn ef einhver er að lesa bloggið mitt því að það er um að gera að taka með sér poka og tína upp slatta af könglum og setja þá svo á dagblað til að þurkka þá þegar heim er komið. Ég geri þetta sjálf og fyrir tveimur árum gerðum við könglakrans fyrir jólin og geymum hann svo á milli jóla og svo set ég bara á hann greni áður en ég...
Posts
Showing posts with the label Linkar