Sjáðu mistök þín ekki sem persónu galla, heldur sem samansafn af verðmætustu kennslustundum lífsins.


Þetta er góð speki fyrir mig á þessum degi, ég fór áðan  í minn daglega göngutúr sem er að verða alveg ómissandi ég tek mér góðan klukkutíma í þennan túr  og er að hlusta á skemmtilega sögu á meðan. Ég reyni samt að fylgjast með umhverfinu og hef tekið eftir því núna undanfarið að það er mikið af könglum sem liggja á jörðinni og  hafa dottið af grenitrjánum  veit ekki af hverju það er, kannski rokið eða þá að trén eru að undirbúa sáningu á nýjum fræjum.
 Þarf að lesa mér til um það en mér datt í hug að setja þetta hérna inn ef einhver er að lesa bloggið mitt því að það er um að gera að taka með sér poka og tína upp slatta af könglum og setja þá svo á dagblað til að þurkka þá þegar heim er komið.

Ég geri þetta sjálf og fyrir tveimur árum gerðum við könglakrans fyrir jólin og geymum hann svo á milli jóla og svo set ég bara á hann greni áður en ég hengi hann upp í desember, gæti ekki verið auðveldara ég set inn myndir af því hvernig það er gert þegar nær dregur jólum :) Það er líka hægt að spreyja könglana bæði með litum og svo gull og silfur ef þið viljið nota þá í punt.

Ég sá góða hugmynd á netinu fyrir þá sem eru með kamínu eða arinn og vilja nota könglana það sem þið þurfið í það er á myndinni hér að ofan, könglar, snæri, dagblað, skæri og svo getið þið sett með þurkkuð blóm eða afgangs kryddjurtir eða geyma eina eða tvær greinar af jólatréinu og setja smávegis inn í pakkan með það kemur mjög góð lykt af því. En þetta lítur út eins og karamella og það er bara kveikt í öðrum endanum og svo logar þetta vel, ég bjó mér til nokkra og ætla að brenna þá í kvöld í arninum mínum þar og af því að ég er með þetta úti setti ég ekki blóm inn í pakkan.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!