Sveita og hjónabandssæla !!!!!
Við hjónaleysin brugðum undir okkur betra fætinum um helgina og fórum að veiða byrjuðum í Langavatni í Borgarbyggð og vorum þar eina nótt og tókum þrjá fiska með okkur þaðan. Fórum svo í Hlíðavatn í Hnappadal og þar tók bóndinn einn fisk en ég fór með öngulinn í rassinum heim en það er svo fallegt á báðum þessum stöðum og veðrið var svo fallegt að ég var alsæl. Þessi mynd að ofan er tekin þegar við vorum á leiðinni úr Hlíðavatni og ég er alltaf jafn heilluð af þessu útsýni.
Í gærkvöldi var ég orðin ansi þreitt þegar við hættum og háttaði mig úr öllum gallanum í einu og fannst þetta svo fyndið þegar ég sá gallan liggja á rúminu að ég mátti til að smella mynd af honum, þetta er náttúrulega sérstakur hæfileiki að geta háttað sig svona. :)
Á heimleiðinni í dag á afmælisdegi bóndans fórum við að Hítarvatni í Hítardal og það er alveg ótrúlega fallegt þar og mikið af fólki við drukkum bara kaffi og fegurðina í okkur og fórum svo heim á leið.
Það var að leggjast yfir þokaslæðingur á bakaleiðinni og það er fegurð í því líka, hvet alla sem ekki hafa komið í Hítardal að drífa sig þangað.
ÞARNA ER AFMÆLIS STRÁKURINN AÐ GERA AÐ AFLANUM
Áður en við fórum þá bakaði ég smávegis til að taka með m.a. hjónabandssælu það er gott að hafa hana með því að það er svo mikil orka í henni og það tekur á að ganga í fullum skúða ( vöðlum og allers ) og standa úti vatninu stundum köldu þá þarf maður aukaorku. Þessi uppskrift er orðin gömul en stendur fyrir sínu og það er þægilegt að baka hana í ofnskúffu og skera svo í bita það má líka baka hana í formi og þá er þetta nóg í tvær sælur.
UPPKSRIFTIN:
360 GR SMJÖR
2 STÓRIR BOLLAR HVEITI
4 BOLLAR HAFRAMJÖL
2 BOLLAR PÚÐURSYKUR
2 TSK SÓDADUFT
Smjörið er brætt og svo öllu blandað saman í skál og ég hrærði það saman og hnoðaði það svo með höndunum þannig að deigið loddi vel saman
Setti smjörpappír í ofnskúffu og svo setti ég deig í botninn og ýtti því vel niður, því næst setti ég rabbabara sultu ofna á
Að lokum setti ég restina af deiginu ofan á og þjappaði því vel niður og bakaði þetta við 200 gr. í c.a 30 mín eða þar til kakan fer að brúnast vel.
Úr þessu varð góð og gamaldags hjónabandssæla og við borðuðum hana með bestu lyst í ferðinni í algjörri sæluvímu :)
Comments