Þurrkun og frysting á kryddjurtum
Uppskeran á kryddjurtum var mjög góð í sumar og hefur sjaldan verið jafn góð þrátt fyrir slæma tíð og ekki dugir að láta hana skemmast svo að ég ákvað að þurrka og frysta til að eiga í vetur.
Það er mjög gott að frysta saman steinselju og hvítlauk í olíu og setja það í klakabox og pakka því svo vel inn og þá er hægt að taka bara einn mola í einu til að nota.
Ég gleymdi að taka mynd af mínum molum en fann þessa á netinu, en í fyrra setti ég steinselju og hvítlauk í matvinnsluvélina og maukaði það og setti svo beint í formið og ekker út í það og það var alveg að gera sig líka.
Sniðugt að taka myntu og frysta hana í klakaboxi með vatni þá á maður hana beint í glasið eða út í bústið.
Ég prófaði líka að þurrka steinselju og ætla að nota hana svoleiðis í vetur og sjá hvernig það kemur út, einning þurrkaði ég myntu, rósmarín, dill og timjan til að eiga í vetur.
Myntuna get ég notað í te og einnig sem krydd og þessi uppskera mín ætti að duga okkur eitthvað fram eftir vetri :)
Comments