Posts

Showing posts from September, 2013

Enn getur náttúran að komið mér á óvart !!!

Image
Ég tók þessa mynd eitt kvöldið þegar sólin var að setjast, þessi fallega sköpun getur endalaust gert mig agndofa og ég er svo glöð og þakklát fyrir að vera á lífi og geta notið þess að horfa á þetta. Ég var að barma mér hérna um daginn  hversu léleg uppskeran úr garðinum hjá mér var í sumar en það var þó smá og maður skildi ekki vanþakka það :) Og  það er um að gera að borða grænmetið meðan það er nýtt og ferskt. Ég ákvað að prófa að gera gratín úr rófum og blómkáli og sjá hvernig það kæmi út. Uppskriftin: 1 blómkálshöfuð meðal stórt 2 litlar sætar rófur  1/2 stór dós af kotasælu 2 dl. rjómi ( notaði matvinnslu rjóma) 2 msk gult sinnep 3 tsk karri salt, pipar rifinn ostur Byrjaði á því að sjóða grænmetið í 5-8 mín.  Setti kotasæluna í skál og karrí, salt og pipar út í  síðan fór sinnepið út í  að síðustu fór rjóminn saman við og ég hrærði þessu öllu saman Smurði eldfast mót með olíu og setti rófurnar

Lífið og tíminn :)

Image
Lífið gefur okkur  mikinn tíma til að safna undarlegum hugsunum,  tilfinningum og upplýsingum. _ Claire Weekes   Á lífsleiðinni fáum við oft neikvæðar athugasemdir um okkur og stundum er þetta sagt í gríni eða þegar við erum börn þá er okkur strítt á einhverju t.d háralit, vaxtalagi eða einhverju öðru og margt af þessu festist í okkur og við förum að trúa þessu. Ég man eftir því að það var sagt við mig að ég væri svo lík föðurfólkinu mínu og að það væri myndarlegt fólk " en þau væru nú með frekar stóran rass" og ég fékk að heyra þetta oftar en einu sinni og það var ekki gert af illum hug heldur í gríni. En áhrifin sem þetta hafði á mig voru að ég trúði því að rassinn á mér væri risastór og að ég yrði að gera allt til að fela hann, og langt fram á fullorðinsár gekk ég aldrei í peysum eða jökkum sem ekki   náðu vel niður fyrir botninn á mér, ég man vel hvað það tók á að æfa mig í að breyta þessu,  t.d  mætti  ég til vinnu í einhverju sem var ekki niður fyrir rass og fó

Að samþykkja sjálfan sig !

Image
Mér finnst þetta mjög skemmtilegt tilvitnun.  Það getur verið gott að skoða er ég að samþykkja mig eins og ég er ? Eða er alltaf á leiðinni að breyta mér einhvern veginn og geri svo kannski ekkert í því og líður þá bara illa yfir því að vera ekki nógu góður eins og ég er og svo get ég heldur ekki breytt mér, algjör auli   Það er yndislegt frelsi sem fylgir því  að samþykkja sig eins og maður er, þá fyrst getum við líka samþykkt annað fólk eins og það er.  Það er alltaf gott að endurskoða sig á jákvæðan hátt og ef það er eitthvað sem mig langar að vinna með þá geri ég það, en þá er ég líka að gera það af því að mig langar að bæta mig ekki af því að ég er ömurleg.  Væri ekki lífið frekar litlaust ef við værum öll eins, það held ég, er ekki betra að hafa okkur í öllum stærðum, litum og gerðum? Það tekur tíma  að breyta gömlum venjum líka þessari en ef mér tekst það í þriðja hvert skipti þá er það árangur.

Kartöflur eru skemmtilegt hráefni.

Image
Ég rakst á bók á bókasafninu sem heitir MEÐLÆTI og er eftir Charlotte Gronlykke og þessari bók stendur: Kartaflan er ekki bara troðfull af c-vítamínum heldur er hún tilvalin til þess að miðla sósunni. Þar að auki býr hún yfir mörgum öðrum hæfileikum. Það er nefnilega hægt að matreiða hana á svo margan hátt: Steikja, sjóða, búa til franskar, marinera og baka í ofni. Þessi bók er með fjölmargar skemmtilegar uppskriftir af kartöflum og öðru meðlæti og  ég mæli með henni. Eins og ég sagði í nýlegri færslu þá fékk ég óvænta kartöfluuppskeru og það var bara gaman, en á haustin þegar kartöfluuppskeran er í hámarki er svo gott að borða þessar elskur bara soðnar með hýðinu og smá smjörklípu namm namm en það er líka gaman að prófa eitthvað nýtt og ég læt fylgja hérna uppskriftir úr bókinni. Kartöflu-rösti með Timjan                       4 bökunarkartöflur 1 laukur 1 búnt timjan Ólífuolía Salt og pipar Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann ver

Haustið er oft svo fallegur tími

Image
Haustið getur verið svo fallegur tími oft miklar stillur og litirnir alveg frábærir hvort heldur er á himninum eða gróðrinum. Þetta haust hefur reyndar blásið hressilega á okkur reglulega og trjágreinar og lauf farin að fjúka af þess vegna. En nú er um að gera að ná sér í ber og lauf og gera sér fallegan haustkrans hvort heldur er á útidyrahurðina eða til að hafa innandyra og svo er svo notarlegt að kveikja mikið á kertum úti og inni. Fann þessa fallegu myndir á netinu. Það er um að gera að taka fram föndurdótið, prjónana, smíðadótið og jarðtengja sig eftir flakkið í sumar og byrja bara að huga að jólagjöfum sem við getum gert sjálf það þarf að gefa sér góðan tíma fyrir það. Svona líta haustlaufin út  þegar við erum ástfangin og erum með hjörtu í augunum :) Mér hefur alltaf þótt haustið sérlega skemmtilegur tími því að þá er ég á fullu að sulta, sulla, malla og bralla og söfnunaráráttan í hámarki, en á sama tíma er ég  einhvern veginn að ná jarðtengingu og ró.

Einfalt þarf ekki að vera verra !!! Silungur er sælgæti

Image
Ég steikti silung sem ég veiddi sjálf á grillpönnunni minni og hann var ótúlega einfaldur og góður. Það sem ég setti á hann var hunang og út í það setti ég hvítlauk og engifer sem ég reif á rifjárni, hrærði þessu saman og smurði þessu á flökin og lét þetta liggja á í 30 mín áður en ég steikti hann. Með þessu sauð ég brún hrísgjórn og setti grænmetistening og afskurð af brokkáli út í vatnið með þeim. Svo tók ég brokkalí blóm og setti þau á ofnplötu með smjörpappír og setti smá smjör og pipar á þau og setti inn í heitan ofn og þegar þau voru byrjuð að steikjast þá tók ég þau út og muldi yfir þetta fetaosti og lét þetta hitna í 5 mín í viðbót. Þetta var ótrúlega einföld en góð máltíð því segi ég " einfalt er miklu betra"

Maður á að uppskera eins og sáð er eða hvað ???

Image
Í vor sáði ég fyrir allskonar kryddjurtum og matjurtum og nostraði við þær eins og vera ber, kom þessu út í garð og  breyddi yfir jurtirnar og hlúði að þeim eins vel og hægt var en ! ekki  gat  ég vitað fyrirfram hvernig veðrið yrði í sumar frekar en aðrir og heldur er nú uppskeran rýr. En góðu fréttirnar eru að ég setti ekki niður kartöflur en fékk samt þessar sem eru á myndinni upp úr garðinum  gaman  að það er ennþá hægt að koma manni á óvart. Laukurinn var orðinn ágætur og ég ákvað að taka nokkra upp og þurkka þá aðeins áður en þeir verða notaðir og ætla að hafa restina aðeins legur úti. Ég hef þó getað boraðað salat í öll mál ef ég hefði kært mig um því það óx eins og illgresi og á endanum óx það úr sér hjá mér því að ég hafði sáð of miklu og ekki í fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta, nú er salatið bara orðið að stórum blómastilkum og ekki hægt að nota það meira, ég náði tveimur litlum rófum í hús og nokkrum rauðrófum og 4 hvítkálshausum, það

Fjölskyldan er eins og órói sem sveiflast með vindinum !

Image
Bob Dylan orti:  The answer, my friend, is blowin' in the wind, the answer is blowin' in the  wind.   Já fjölskyldan er eins og fallegur órói hver meðlimur í fullkomnu jafnvægi og  með sinn persónuleika og sinn stað í fjölskyldunni eins og það þarf að vera í óróanum til að hann haldi jafnvægi en hangi ekki skakkur og fjölskyldan sveiflast fallega í vindinum eins og óróinn  þegar allt gengur vel hjá henni. En þegar eitthvað bjátar á hjá einum af hópnum þá förum við hin oft í hlutverk sem við erum búin að koma okkur upp og förum að reyna að hjálpa þeim sem er í vandræðum og við gerum það á þann hátt sem við kunnum best, og ef allur hópurinn gerir það á sinn hátt og talar sig ekki saman um hvað er best að gera í  stöðunni þá er hætta á að óróinn flækjist og það gerir fjölskyldan líka. Hvað á maður þá að gera ? Láta viðkomandi bara eiga sig ? Á maður ekki að hjálpa þeim sem maður elskar? Það eru ótal spurningar sem við þurfum að svara ef illa er komið fyrir einhver