Fjölskyldan er eins og órói sem sveiflast með vindinum !
Bob Dylan orti:
The answer, my friend, is blowin' in the
Já fjölskyldan er eins og fallegur órói hver meðlimur í fullkomnu jafnvægi og með sinn persónuleika og sinn stað í fjölskyldunni eins og það þarf að vera í óróanum til að hann haldi jafnvægi en hangi ekki skakkur og fjölskyldan sveiflast fallega í vindinum eins og óróinn þegar allt gengur vel hjá henni.
En þegar eitthvað bjátar á hjá einum af hópnum þá förum við hin oft í hlutverk sem við erum búin að koma okkur upp og förum að reyna að hjálpa þeim sem er í vandræðum og við gerum það á þann hátt sem við kunnum best, og ef allur hópurinn gerir það á sinn hátt og talar sig ekki saman um hvað er best að gera í stöðunni þá er hætta á að óróinn flækjist og það gerir fjölskyldan líka.
Hvað á maður þá að gera ? Láta viðkomandi bara eiga sig ? Á maður ekki að hjálpa þeim sem maður elskar?
Það eru ótal spurningar sem við þurfum að svara ef illa er komið fyrir einhverjum í fjölskyldunni það geta verið veikindi andleg, líkamleg eða eitthvað annað t.d sambandsslit eða skilnaður. Á ég bara að sitja heima og naga neglurnar þegar ég veit að börnunum mínum eða ættingjum líður illa og láta þau bara vera með sín vandamál.
Eftir að hafa farið marga hringi í þessum málum og prófað allskonar aðferðir til að halda óróanum á réttum kili þá held ég að mín niðurstaða sé sú að ef að börnin okkar eru orðin fullorðin þá getum við verið á hliðarlínunni fyrir þau en þau verða að vinna verkið sjálf.
Ef maki okkar er í vandræðum með einhver óuppgerð tilfinningamál þá gildir það sama hann verður að vinna verkið en við getum aðstoðað með verkfærin ef við viljum, EF VIÐ VILJUM annars gerir hann þetta bara sjálf (ur.) Við erum stuðningsmenn en ekki verkamenn í svoleiðsmálum.
Ég hef átt nokkur góð tímabil í mínu lífi þar sem ég hef getað sleppt og látið fólkið mitt sjá um sig sjálft og leift þeim að sveiflast í vindinum í sínum óróa og allt hefur gengið vel hjá þeim og þau eru löngu búin að sína að þau geta þetta alveg sjálf :( ...Og þurfa ekki endalaus ráð frá frú Ráðhildi (mér) en ef þau biðja um ráð þá er það ekkert mál. Ráðhildur er alltaf með ráð undir rifi hverju. Ekki skrítið þótt maður sé með millirifjagigt.
wind, the answer is blowin' in the wind.
Já fjölskyldan er eins og fallegur órói hver meðlimur í fullkomnu jafnvægi og með sinn persónuleika og sinn stað í fjölskyldunni eins og það þarf að vera í óróanum til að hann haldi jafnvægi en hangi ekki skakkur og fjölskyldan sveiflast fallega í vindinum eins og óróinn þegar allt gengur vel hjá henni.
En þegar eitthvað bjátar á hjá einum af hópnum þá förum við hin oft í hlutverk sem við erum búin að koma okkur upp og förum að reyna að hjálpa þeim sem er í vandræðum og við gerum það á þann hátt sem við kunnum best, og ef allur hópurinn gerir það á sinn hátt og talar sig ekki saman um hvað er best að gera í stöðunni þá er hætta á að óróinn flækjist og það gerir fjölskyldan líka.
Hvað á maður þá að gera ? Láta viðkomandi bara eiga sig ? Á maður ekki að hjálpa þeim sem maður elskar?
Það eru ótal spurningar sem við þurfum að svara ef illa er komið fyrir einhverjum í fjölskyldunni það geta verið veikindi andleg, líkamleg eða eitthvað annað t.d sambandsslit eða skilnaður. Á ég bara að sitja heima og naga neglurnar þegar ég veit að börnunum mínum eða ættingjum líður illa og láta þau bara vera með sín vandamál.
Eftir að hafa farið marga hringi í þessum málum og prófað allskonar aðferðir til að halda óróanum á réttum kili þá held ég að mín niðurstaða sé sú að ef að börnin okkar eru orðin fullorðin þá getum við verið á hliðarlínunni fyrir þau en þau verða að vinna verkið sjálf.
Ef maki okkar er í vandræðum með einhver óuppgerð tilfinningamál þá gildir það sama hann verður að vinna verkið en við getum aðstoðað með verkfærin ef við viljum, EF VIÐ VILJUM annars gerir hann þetta bara sjálf (ur.) Við erum stuðningsmenn en ekki verkamenn í svoleiðsmálum.
Ég hef átt nokkur góð tímabil í mínu lífi þar sem ég hef getað sleppt og látið fólkið mitt sjá um sig sjálft og leift þeim að sveiflast í vindinum í sínum óróa og allt hefur gengið vel hjá þeim og þau eru löngu búin að sína að þau geta þetta alveg sjálf :( ...Og þurfa ekki endalaus ráð frá frú Ráðhildi (mér) en ef þau biðja um ráð þá er það ekkert mál. Ráðhildur er alltaf með ráð undir rifi hverju. Ekki skrítið þótt maður sé með millirifjagigt.
Svo hefur eitthvað farið úrskeiðis hjá mér og þá byrja ég að stjórna og veit allt betur en allir aðrir og það hefur ekki farið vel, og þá verður fjölskyldan mín eins og flæktur órói og það er ekki gott.
En það er gott að gera sér grein fyrir því þegar óróinn fer að skekkjast því þá er hægt að gera eitthvað í því við förum nefnilega ekki í viðgerðir ef við vitum ekki að eitthvað sé að.
Eitt af því sem getur skekkt óróan er þegar börnin okkar verða fullorðin og búa ennþá heima og það getur kostað allskonar leiðindi fyrir alla, þau vilja fá að vera fullorðin en það getur verið erfitt ef það er alltaf komið fram við þau eins og börn á meðan þau búa heima, það getur líka verið erfitt þegar þau vilja vera lillur heima þegar það hentar það eru örugglega margir foreldrar sem kannast við þetta.
Það ætti að vera þannig að þegar einstaklingur er tilbúinn að fara að heiman ætti hann að fá tækifæri til þess að leigja sér órdýrt húsnæði þar sem hann getur verið sinn eiginn herra og búið til sinn eigin óróa og haft hann alveg eins og hann vill, en ekki eins og ég vil ;)
Ég setti inn myndir af þessum skemmtilegu óróum sem ég fann á netinu ef einhver þarf að losa sig við gömul eldhúsáhöld t.d.
Comments