Posts

Showing posts from January, 2018

Hindranir í höfðinu á mér.

Image
Í byrjun árs finnst mér oft gott að líta yfir farinn veg og skoða hverju ég hef áorkað á síðasta ári, og hvað langar mig að gera á þessu frábæra nýja ári 2018? Og þá vaknar spurningin er eitthvað sem ég sé eftir að hafa ekki reynt að gera á síðasta ári og af hverju reyndi ég það ekki? Er það af því að einhver sagði mér að ég gæti það ekki eða var það bara ég sjálf sem sagði við mig   " þú getur ekki gert þetta þú ert nú orðin of gömul eða eitthvað annað" Já það eru nefnilega við sem erum oft mesta hindrunin í okkar lífi  og stundum felum við okkur á bakvið annað fólk til að þurfa ekki að reyna eitthvað nýtt. Er ekki betra að reyna og jafnvel mistakast, heldur en að segja seinna ég hefði átt að gera þetta eða hitt, ég held það, persónulega hef ég sem betur fer lært að mörgum af mínum mistökum og er í dag þakklát fyrir að hafa látið á ýmislegt reyna, en viðurkenni þó að það eru hlutir sem ég hefði viljað gera en gerði ekki. En ennþá er tækifæri fyrir mig að gera