Lífið og tíminn :)
Lífið gefur okkur mikinn tíma til að safna undarlegum hugsunum,
tilfinningum og upplýsingum.
_ Claire Weekes
Á lífsleiðinni fáum við oft neikvæðar athugasemdir um okkur og stundum er þetta sagt í gríni eða þegar við erum börn þá er okkur strítt á einhverju t.d háralit, vaxtalagi eða einhverju öðru og margt af þessu festist í okkur og við förum að trúa þessu.
Ég man eftir því að það var sagt við mig að ég væri svo lík föðurfólkinu mínu og að það væri myndarlegt fólk " en þau væru nú með frekar stóran rass" og ég fékk að heyra þetta oftar en einu sinni og það var ekki gert af illum hug heldur í gríni.
En áhrifin sem þetta hafði á mig voru að ég trúði því að rassinn á mér væri risastór og að ég yrði að gera allt til að fela hann, og langt fram á fullorðinsár gekk ég aldrei í peysum eða jökkum sem ekki náðu vel niður fyrir botninn á mér, ég man vel hvað það tók á að æfa mig í að breyta þessu, t.d mætti ég til vinnu í einhverju sem var ekki niður fyrir rass og fólk snéri sér ekkert við á göngunum til að horfa á eftir mér og á endanum komst ég yfir þetta.
Ég varð að stoppa spóluna sem fór í gang innra með mér öðru hvoru og segja við sjálfa mig " þú ert bara fín eins og þú ert" margir eru að glíma við eitthvað tengt útlitinu jafnvel út af einhverju sem sagt var við þá þegar þeir voru yngri og það hefur mjög hamlandi áhrif á okkur og ef svo er verðum við að fá einhverja hjálp til að losna undan þessu.
Margt annað var sagt við mig sem hamlaði mér mjög mikið á ýmsum sviðum en það þýðir ekkert að gráta það núna og ég hef verið dugleg að vinna með mig undanfarin ár og hef lært að breyta þessum neikvæðu röddum í jákvæðar og hef sannað fyrir sjálfri mér að þær voru rangar.
Því Lífið gefur okkur mikinn tíma til að safna undarlegum hugsunum,
tilfinningum og upplýsingum. Og það gefur okkur líka tíma til að safna jákvæðum hugsunum, tilfinningum og upplýsingum um okkur jálf.
tilfinningum og upplýsingum.
_ Claire Weekes
Á lífsleiðinni fáum við oft neikvæðar athugasemdir um okkur og stundum er þetta sagt í gríni eða þegar við erum börn þá er okkur strítt á einhverju t.d háralit, vaxtalagi eða einhverju öðru og margt af þessu festist í okkur og við förum að trúa þessu.
Ég man eftir því að það var sagt við mig að ég væri svo lík föðurfólkinu mínu og að það væri myndarlegt fólk " en þau væru nú með frekar stóran rass" og ég fékk að heyra þetta oftar en einu sinni og það var ekki gert af illum hug heldur í gríni.
En áhrifin sem þetta hafði á mig voru að ég trúði því að rassinn á mér væri risastór og að ég yrði að gera allt til að fela hann, og langt fram á fullorðinsár gekk ég aldrei í peysum eða jökkum sem ekki náðu vel niður fyrir botninn á mér, ég man vel hvað það tók á að æfa mig í að breyta þessu, t.d mætti ég til vinnu í einhverju sem var ekki niður fyrir rass og fólk snéri sér ekkert við á göngunum til að horfa á eftir mér og á endanum komst ég yfir þetta.
Ég varð að stoppa spóluna sem fór í gang innra með mér öðru hvoru og segja við sjálfa mig " þú ert bara fín eins og þú ert" margir eru að glíma við eitthvað tengt útlitinu jafnvel út af einhverju sem sagt var við þá þegar þeir voru yngri og það hefur mjög hamlandi áhrif á okkur og ef svo er verðum við að fá einhverja hjálp til að losna undan þessu.
Margt annað var sagt við mig sem hamlaði mér mjög mikið á ýmsum sviðum en það þýðir ekkert að gráta það núna og ég hef verið dugleg að vinna með mig undanfarin ár og hef lært að breyta þessum neikvæðu röddum í jákvæðar og hef sannað fyrir sjálfri mér að þær voru rangar.
Því Lífið gefur okkur mikinn tíma til að safna undarlegum hugsunum,
tilfinningum og upplýsingum. Og það gefur okkur líka tíma til að safna jákvæðum hugsunum, tilfinningum og upplýsingum um okkur jálf.
Comments