Að samþykkja sjálfan sig !

Mér finnst þetta mjög skemmtilegt tilvitnun.

 Það getur verið gott að skoða er ég að samþykkja mig eins og ég er ? Eða er alltaf á leiðinni að breyta mér einhvern veginn og geri svo kannski ekkert í því og líður þá bara illa yfir því að vera ekki nógu góður eins og ég er og svo get ég heldur ekki breytt mér, algjör auli

  Það er yndislegt frelsi sem fylgir því  að samþykkja sig eins og maður er, þá fyrst getum við líka samþykkt annað fólk eins og það er.

 Það er alltaf gott að endurskoða sig á jákvæðan hátt og ef það er eitthvað sem mig langar að vinna með þá geri ég það, en þá er ég líka að gera það af því að mig langar að bæta mig ekki af því að ég er ömurleg.


 Væri ekki lífið frekar litlaust ef við værum öll eins, það held ég, er ekki betra að hafa okkur í öllum stærðum, litum og gerðum?

Það tekur tíma  að breyta gömlum venjum líka þessari en ef mér tekst það í þriðja hvert skipti þá er það árangur.



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!