Maður á að uppskera eins og sáð er eða hvað ???
Í vor sáði ég fyrir allskonar kryddjurtum og matjurtum og nostraði við þær eins og vera ber, kom þessu út í garð og breyddi yfir jurtirnar og hlúði að þeim eins vel og hægt var en !ekki gat ég vitað fyrirfram hvernig veðrið yrði í sumar frekar en aðrir og heldur er nú uppskeran rýr.
En góðu fréttirnar eru að ég setti ekki niður kartöflur en fékk samt þessar sem eru á myndinni upp úr garðinum gaman að það er ennþá hægt að koma manni á óvart.
Laukurinn var orðinn ágætur og ég ákvað að taka nokkra upp og þurkka þá aðeins áður en þeir verða notaðir og ætla að hafa restina aðeins legur úti.
Ég hef þó getað boraðað salat í öll mál ef ég hefði kært mig um því það óx eins og illgresi og á endanum óx það úr sér hjá mér því að ég hafði sáð of miklu og ekki í fyrsta skiptið og örugglega ekki það síðasta, nú er salatið bara orðið að stórum blómastilkum og ekki hægt að nota það meira, ég náði tveimur litlum rófum í hús og nokkrum rauðrófum og 4 hvítkálshausum, það eru enn rófur og róðrófur úti og það kemur í ljós hvort þær stækki eitthvað meira ( spennandi)
Rauðkálið er ennþá bara eins og litlir boltar og ég veit ekki hvort það nær að stækka eitthvað meira en það kemur í ljós og ég ætla að leifa því að vera úti aðeins lengur, baunirnar eru varla komnar á legg og ekki er ég nú bjartsýn að þær vaxi eitthvað hjá mér í ár.
Það er alveg frábær grænmetismarkaður að Reykjum í Mosfellsbæ sem ég hef notfært mér óspart á haustin en hann er ekki ennþá kominn með gulrætur og kartöflur í hús út af veðrinu og hann er garðyrkjubóndi svo hvað er ég að kvarta þótt mínar séu ennþá svona litlar þær fá að vera lengur úti en vanalega og þær eru örugglega bara kátar með það.
Kryddjurtirnar hafa vaxið vel þegar þær fóru loksins af stað og myntan er út um allt nú þarf ég bara að koma þessu í frysti og þurkkun áður en þetta verður ónýtt.
En ég verð að viðurkenna að oft hef ég sinnt garðinum mínum betur en í sumar og einhversstaðar stendur " þú uppskerð eins og þú sáir" en þeir gleymdu að hafa með að þú verður líka að hlúa að.
Og þetta er eins með allt sem við gerum í lífinu við uppskerum eins og við sáum þar líka og allt gott sem við gerum kemur til baka til okkar í einhverju formi.
Ég ætla því að halda áfram að koma vel fram við sjálfa mig og aðra og ekki gefast upp á garðinum og vona að ég fái tækifæri til reyna að gera betur í honum næsta sumar.
Comments