Einfalt þarf ekki að vera verra !!! Silungur er sælgæti

Ég steikti silung sem ég veiddi sjálf á grillpönnunni minni og hann var ótúlega einfaldur og góður.
Það sem ég setti á hann var hunang og út í það setti ég hvítlauk og engifer sem ég reif á rifjárni, hrærði þessu saman og smurði þessu á flökin og lét þetta liggja á í 30 mín áður en ég steikti hann.
Með þessu sauð ég brún hrísgjórn og setti grænmetistening og afskurð af brokkáli út í vatnið með þeim.
Svo tók ég brokkalí blóm og setti þau á ofnplötu með smjörpappír og setti smá smjör og pipar á þau og setti inn í heitan ofn og þegar þau voru byrjuð að steikjast þá tók ég þau út og muldi yfir þetta fetaosti og lét þetta hitna í 5 mín í viðbót.
Þetta var ótrúlega einföld en góð máltíð því segi ég " einfalt er miklu betra"


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!