Kartöflur eru skemmtilegt hráefni.


Ég rakst á bók á bókasafninu sem heitir MEÐLÆTI og er eftir Charlotte Gronlykke og þessari bók stendur:
Kartaflan er ekki bara troðfull af c-vítamínum heldur er hún tilvalin til þess að miðla sósunni. Þar að auki býr hún yfir mörgum öðrum hæfileikum. Það er nefnilega hægt að matreiða hana á svo margan hátt: Steikja, sjóða, búa til franskar, marinera og baka í ofni.
Þessi bók er með fjölmargar skemmtilegar uppskriftir af kartöflum og öðru meðlæti og  ég mæli með henni.




Eins og ég sagði í nýlegri færslu þá fékk ég óvænta kartöfluuppskeru og það var bara gaman, en á haustin þegar kartöfluuppskeran er í hámarki er svo gott að borða þessar elskur bara soðnar með hýðinu og smá smjörklípu namm namm en það er líka gaman að prófa eitthvað nýtt og ég læt fylgja hérna uppskriftir úr bókinni.




Kartöflu-rösti með Timjan                      
4 bökunarkartöflur
1 laukur
1 búnt timjan
Ólífuolía
Salt og pipar
Hitið olíu á pönnu og steikið laukinn þar til hann verður glær. Takið  hann af pönnunni og geymið. Afhýðið og rífið kartöflurnar á rifjárni og þerrið þær aðeins með eldhúspappír. Blandið þeim saman við timjan, lauk, salt og pipar. Skiptið kartöfluhrærunni í fjóra skammta og steikið einn í einu í olíunni þar til þeir eru orðnir brúnir og stökkir. Það er líka hægt að steikja hræruna í einu lagi og skera í skammta eftir að hún er tilbúin .. tekur 30 mín.





Ég átti ekki neinar skemmtilegar myndir í þetta sinn

 Kartöflumús með sýrðum rjóma, smjöri og graslauk.
1 kg stórar kartöflur
2 ½ dl sýrður rjómi 18%
1 búnt graslaukur
Salt, pipar

Kartöflurnar afhýddar og skornar í bita. Sjóða í ósöltuðu vatni í u.þ.b. 20 mín. Hellið vatninu af kartöflunum og látið þær þorna í pottinum við lagan hita. Búið til kartöflumús, það gerir ekkert til þótt músin verði svolítið kekkjótt.
Bætið sýrða rjómanum og smjörinu saman við og hrærið ásamt niðurklipptum graslauknum. Bragðbætið með salti og pipar. tekur 40 mín.


Ofnbakaðar Beikonkartöflur
1 kg miðlungsstórar kartöflur
1 bréf beikon í sneiðum
10 salvíulauf
1 ½ laukur
½ l kjúklingasoð
Smjúkt smjör
Salt-pipar    tími 1 ½  200 gráður
Hitið ofninn í 200 gr. Skerið beikonið í þunna strimla og saxið laukinn smátt. Steikið beikonið í ögn af olíu og bætið lauknum saman við. Látið steikjast þar til þetta er gullið og bætið þá salvíuni við. Kartöflurnar eru afhýddar og skornar í sneiðar. Smyrjið eldfast mót vel með smjöri og setjið eitt lag af kartöflum í botninn, saltið og piprið og setjið svolítið af beikon og laukblöndunni ofan á. Endurtakið þetta nokkrum sinnum. Áður en síðasta lagið er sett er kjúklingasoðinu dreift yfir kartöflurnar. Setjið svo síðasta lagið af kartöflum, saltið og piprið. Setjið nokkar klípur af smjöri ofan á. Setjið í heitan ofninn og bakið í klukkustund.

Svo er bara að gera tilraunir með kartöflurnar þá verða oft skemmtilegar uppskriftir til.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!