Haustið er oft svo fallegur tími


Haustið getur verið svo fallegur tími oft miklar stillur og litirnir alveg frábærir hvort heldur er á himninum eða gróðrinum.
Þetta haust hefur reyndar blásið hressilega á okkur reglulega og trjágreinar og lauf farin að fjúka af þess vegna.
En nú er um að gera að ná sér í ber og lauf og gera sér fallegan haustkrans hvort heldur er á útidyrahurðina eða til að hafa innandyra og svo er svo notarlegt að kveikja mikið á kertum úti og inni.
Fann þessa fallegu myndir á netinu.
Það er um að gera að taka fram föndurdótið, prjónana, smíðadótið og jarðtengja sig eftir flakkið í sumar og byrja bara að huga að jólagjöfum sem við getum gert sjálf það þarf að gefa sér góðan tíma fyrir það.

Svona líta haustlaufin út  þegar við erum ástfangin og erum með hjörtu í augunum :)
Mér hefur alltaf þótt haustið sérlega skemmtilegur tími því að þá er ég á fullu að sulta, sulla, malla og bralla og söfnunaráráttan í hámarki, en á sama tíma er ég  einhvern veginn að ná jarðtengingu og ró.

Það er svo gaman að hver árstíð hefur sinn sjarma og ný tækifæri og nú er um að gera að reyna að njóta.




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!