Basiliku ilmurinn er yndislegur og bragðið eftir því

Í vor setti ég niður basilikufræ og fékk fínar plöntur í byrjun júní og þar sem ég var að fara til ítalíu til að vera allan mánuðinn þá setti ég aftur niður fræ áður en ég fór  ef svo illa vildi til að plönturnar mínar myndu ekki lifa af þennan mánuð.
En þær voru vel lifandi og fínar  þegar ég kom heim í byrjun júlí og littlar plöntur komar af stað í nýjum potti og ég hef átt nóg í sumar og þær munu endast eitthvað fram eftir hausti.


Ég nota þær í ýmislegt t.d finnst mér gott að fá mér ristað brauð með tómötum og setja basiliku yfir það.

En ég bjó mér líka til olíu til að nota út á pasta og ýmislegt annað og í hana setti ég :

2 hvítlauksrif
2 lúkur af basiliku
ólífolíu ca 2 dl fer eftir því hvað maður vill hafa hana sterka
gróf salt byrja á 1/2  tsk og bæta í ef maður vill


Setti allt nema olíuna í matvinnslu vélina


Maukaði það vel saman


Bætti svo olíunni út í smátt og smátt   mín var frekar þykk en þannig vil ég hafa hana og geta þá frekar bætt olíu í flöskuna til að þynna.


Þetta er einfalt og mjög gott fyrir þá sem elska basiliku og hvítlauk og svo er hægt að geyma þetta í ísskáp og þá harnar hún eins og smjör og  þegar á að nota hana þá þarf maður að muna eftir því að taka hana tímalega út.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!