Krydd i tilveruna
Ég hreinlega elska þennan árstíma og nýt þess í botn að sulta og sýsla og síðasta sunnudag í rokinu og rigningunni var ég að dunda mér við að sauma í höndunum þessa litlu poka undir kryddjurtir.
Ég gerði þá úr viskustykki sem ég átti og hafði keypt í rúmfó einhvern tímann og svo setti ég kryddjurtirnar í og lokaði með borða og setti merkimiða á til að vita hvað er í hverjum poka til að auðvelda mér þegar ég þarf að nota þær í vetur, en núna er ég að nota þær ferskar á meðan hægt er.
Þetta er timjan, koríander, dill, garðblóðberg og mynta og svo á ég eftir að taka rósmarín og setja það í poka.
Það er alltaf gaman að gera tilraunir og núna prófaði ég að setja koríander í ísbox með olífuolíu.
fyrst setti ég kryddið í og hellti síðan olíunni yfir og setti í frystipoka og inn í frysti
þetta varð eins og smjör með kryddjurtum í og það er hægt að taka bita af þessu og nota.
Prófaði að frysta myntublöð með vatni í ísboxi og get þá sett þá beint í könnu og vatn með veit ekki hvernig þetta kemur út en það er bara spennandi að prófa og nóg er af myntunni hjá mér.
Comments