Ég hef verið hvött til að halda úti bloggsíðu um mat og fleira en eitthvað hefur alltaf stoppað mig í því, en nú er ég byrjuð og ætla að sjá hvernig mér gengur.
Dætur mínar segja  að ég sé tækniheft og það getur vel verið að það sé eitthvað til í því, en við vitum ekki hvað í okkur býr fyrr en við látum á það reyna og mistökin eru til að læra af þeim :)
Í gærkvöldi þegar ég var að vesenast við að koma þessari síðu á koppin þá var ég líka að sjóða sultu og að gera súpu, þetta er  ég í hnotskurn þarf alltaf að gera allt í einu en ég er líka að reyna að breyta þessu og kannski með því að halda úti síðu get ég fylgst betur með sjálfri mér.
Ég skrifaði dagbók í mörg ár og byrjaði aftur á því núna um áramótin og það er hjálplegt en ég hef ekki skrifað í hana í 2 vikur núna.
Skálin sem er á myndinni er eitt af því sem bóndinn hefur smíðað og hún er alveg gullfalleg og vel gerð og ég ætla reglulega að koma með myndir af því sem hann er að bralla við í bílskúrnum og set svo í leiðinni inn uppskriftir af því sem ég er að malla. Ég ætla að byrja á því að setja inn uppskriftina af súpunni sem ég gerði í gærkvöldi en hún heitir hreinsað til í grænmetisskúffunni:

Súpa : Hreinsað til í grænmetisskúffunni:

Byrjaði á því að setja 2 tsk. af olíu í pott og var með það á lágum hita,
út í það setti ég tvö  pressuð hvítlauksrif og hálfan rauðan chilli saxaðan og 1/2 tsk af
svörtum pipar þetta lét ég malla aðeins og mýkjast.

Því næst setti ég hálfan saxaðan lauk út í og leifði honum að mýkjast ég átti sætar kartöflur og
skar tvær litlar í litla bita og setti út í, ég átti líka gulrætur og það fóru 3 meðal stórar í bitum
út í pottinn.
Þegar þetta var allt búið að mýkjast aðeins ( 5-7 mín) þá setti ég 1ltr. af vatni út í og nautatening það er smekks atriði hvort þú setur 1eða 2 teninga ég vil hafa mínar súpur bragðmiklar og set 2.

Því næst setti ég 1 dós af söxuðum tómötum út í pottinn og hálfa krukku af pasta sósu frá euroshopper
og lét suðuna koma upp og lækkaði svo hitann og leifði súpunni að malla í klukkutíma og þá
bætti ég lítilli dós af kókosmjólk út í hana og lét það malla aðeins áður en ég bar hana fram.
Það má líka setja eina matskeið af rjómaosti út í í restina og svo hef ég prófað að setja peppóróní í bitum út í í restina það gerir hana matameiri. Einning hef ég sett einn bolla af pasta skrúfum út í til að gera hana saðsamari bara endalausir möguleikar með þessa súpu og þeir sem hafa smakkað hana hjá mér finnst öllum hún góð og svo er hún aldrei alveg eins á bragðið það er líka kostur :)


Það góða við þessa súpu er að við getum gert hana á marga vegu það er um að gera að prófa sig áfram,
t.d. byrja alltaf á því að setja olíu í pott og einhvern lauk, hvítlauk, púrrulauk eða ef þið eigið bara venjulegan lauk síðan salt og pipar því að ef þið setjið það út í olíuna þá kemur meira bragð af kryddinu, þið getið líka sett það krydd sem þið viljið turmek, stundum hef ég sett timjan um að gera að prófa sig áfram.
Það má líka setja venjulegar kartöflur þá set ég kannski 6 stk. í litlum bitum og ef þið eigið gulrætur, blómkál, brokkalí þá má setja það út í bara eftir smekk og hvað þið eigið hverju sinni.

Ég á alltaf tómata í dós í búrskápnum það er hægt að nota þá í svo margt, og af því að ég notaði hálfa krukku af pastasósunni þá frysti ég bara restina og get notað hana í súpu næst eða til að gera pizzasósu eða þegar ég geri pasta. Mitt mottó er að henda aldrei mat, og restina af súpunni frysti ég líka í plastboxum t.d. undan mæjonesi ( hendi aldrei neinu ) eða glegkrukkum og svo á ég þetta ef ég hef ekki tíma til að elda eða til að taka með mér í vinnuna gollt og gott nesti.



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!