Viðburðarríkt ár 2016 fyrsti hluti
Það er ekkert búið að vera neitt smá gaman hjá mér þetta árið ég varð sextug í sumar og því var fagnað í mörgum löndum.
Það byrjaði í Dublin en þangað fórum við í janúar að heimsækja Nonna minn og vorum þar eina helgi og það var mjög gaman að koma þangað og ég er alveg til í að koma þangað aftur að sumri til.
Það er marft að sjá t.d Trinity College en hann var stofnaður 1592 og þar hafa margir gengið um gangana og lesið og lært, þetta er mjög merkileg bygging,írska fólkið er vinsamlegt og mjög líkt okkur íslendingum enda sagt að við séum með írskt blóð í æðum það voru líka þekkt ljóðskáld sem bjuggu í Dublin eins og t.d George Bernard Shaw, Yeats og fleiri.
Íslendingar fengu nóg í apríl og mótmæltu á Austurvelli og það var ótrúlagasta fólk sem fór þangað.
gambler turnar og kirkjur innan um nýrri hús.
Séð yfir járnbrautastöðina og yfir á Prinsess street.
Eins og sjá má á þessum myndum var ég sérstaklega hrifin af húsunum þarna
Útsýni yfir borgina frá kastalanum.
Páskaliljur í stórum breiðum mjög fallegt
Birtan ótrúlega falleg þrátt fyrir að það væri kalt
útsýni í allar áttir frá Kastalanum
Húsin að kíkja uppúr blóma breiðunni
Þarna er sólin að troða sér í gegnum trén
Á þak kantinum var svo sætur kisi
ávaxtatrén byrjuð að blómstra
Húsið í skóginum
Þarna er lítið og sætt hús kannski á Mjallhví og dvergarnir heima þarna?
Nærmynd af blómunum á ávaxatré
Via notuðum síðasta daginn sem var mjög hlýr og fallegur til að fara á matarmarkað og fengum okkur að borða þar og fórum síðan í langa göngu og enduðum í fallegu íbúðarhverfi þar sem húsin minntu á breskan sjónvarps þátt.
Og af því að þetta var sunnudagur þá var greinalega bröns hjá mörgum þarna og fólkið var á stórum og flottum svölum og þetta var óvænt en skemmtilegt viðbót við daginn okkar.
Það byrjaði í Dublin en þangað fórum við í janúar að heimsækja Nonna minn og vorum þar eina helgi og það var mjög gaman að koma þangað og ég er alveg til í að koma þangað aftur að sumri til.
Það er marft að sjá t.d Trinity College en hann var stofnaður 1592 og þar hafa margir gengið um gangana og lesið og lært, þetta er mjög merkileg bygging,írska fólkið er vinsamlegt og mjög líkt okkur íslendingum enda sagt að við séum með írskt blóð í æðum það voru líka þekkt ljóðskáld sem bjuggu í Dublin eins og t.d George Bernard Shaw, Yeats og fleiri.
Það voru skemmtilega skreytt hús í Dublin tilvitnanir í ljóð
skálda sem þar bjuggu einu sinni.
Þarna erum við Nonni í borgartúr Pétur var með okkur en hann er eitthvað myndfælinn gaman að fara og sjá borgina í svona túristastrætó.
Þetta er tilvitnum sem ég hef oft heyrt og það er alveg víst að það er eitthvað til í þessu.
Ég á örugglega eftir að koma aftur til Dublin það tekur ekki nema rúma tvo tíma að fljúga þangað og sveitirnar á Írlandi heilla líka og það væri gaman að fara og keyra um þær.
Í janúar snjóaði og þessi mynd var tekin á leiðinni út á stoppistöð einn morguninn en strætóferðirnar hafa verið skemmtilegar og þar hefur ýmislegt verið spjallað, heklað og saumað og teknar margar nútvitundar æfingar.
Fyrri hluta árs vorum við dugleg að fara í bæinn eftir hádegi á föstudögum og oft voru þetta mjög fallegir dagar.
Það er víða fallegt í Reykjavík og margt að sjá þegar við gefum okkur tíma til að taka eftir umhverfinu.
Bátur á þurru landi gaman að ganga í kringum gamla slippinn og merkilegt að sjá hvað það svæði hefur tekið miklum breytingum til hins betra.
Via Ruth vinkona fórum á leiksýningu í Tjarnarbíó sem hún Alma mín átti þátt í að semja þetta var í fyrsta skiptið sem ég hef farið á sýningu í þessu skemmtilega leikhúsi, orkan í unga fólkinu er svo skemmtileg og fríkandi.
Febrúar fegurð í Mosfellsbæ ekki þarf alltaf að leita langt til að sjá fegurðina.
Við fórum að sjá Mamma Mía mikið stuð...
Um páskana sem voru í mars fórum við í fyrsta skiptið í sumarbústað sem LSH á en hann er við Flúðir og það var fallegt um að litast og góð tilbreyting að vera ekki heima svona einu sinni.
Það var slakað á og einning var tíminn notaður til að föndra ég tók með mér ýmislegt dót sem ég átti og á endanum voru komnar átta nýjar hálsfestar.
Fegurð á páskakvöldi himininn getur stöðugt komið á óvart.
Í apríl byrjuðu vorboðarnir að sýna sig krókusarnir stungu upp kollinum í görðunum hérna í kring.Íslendingar fengu nóg í apríl og mótmæltu á Austurvelli og það var ótrúlagasta fólk sem fór þangað.
Auður mín gaf mér ferð til Edinborgar í afmælisgjöf og við fórum í apríl og þangað hef ég ekki komið áður og var því mjög spennt.
Herbergið á hótelinu var svo stórt að ég hefði getað boðið tveimur að gista en við vorum á alveg nýju hóteli og það fór vel um okkur þar.
Það var margt skemmtilegt og fróðlegt að sjá í Edinborg meðal annars þessi tá á styttu af einhverjum dýrlingi sem ég man ekki lengur nafnið á, fólk kemur gjarnan við hana þegar það fer framhjá en það á að boða gæfu og auðvitað gerðum við það líka aldrei að taka áhættu í svona málum.
Við hittum þessa myndarlegu menn en þeir voru í skrúðgöngu auðvitað af því að við vorum í bænum.
Það leyndist margt skemmtilegt ef maður fór aðeins út fyrir göngugöturnar.
Og fleiri menn í pilsum að ganga okkur til heiðurs
Þarna sést í Edinborgar kastala.
Fallegt hvert sem litið er
Skemmtilegar litlar búðir með allskonar fallegum vörum.
í þessu húsi sat höfundur Harry Potter og skrifaði fyrstu söguna af honum
og sá yfir í þennan einkaskóla sem er fyrirmynd af Hoggard skóla
Gamall kirkjugarður og auðvitað var falleg saga sem tengdist honum
Bobby hundurinn sem sat við leiði eiganda síns í mörg ár eftir að hann dó varð heimsfrægur og þessi pöbb var nefndur eftir honum og auðvitað var reyst stytta honum til heiðurs.
Auður stillti sér upp á brú sem leiddi okkur beint á verslunargötuna Prinsess street
hvert sem litið var var eitthvað sögulegt að sjá
hvort sem það voru byggingar eða eitthvað annað
litlar sætar götur
Við mæðgur í strætó til að sjá meira af borginni en við fórum líka í tveggja tíma göngu fyrsta daginn og ég mæli með að gera það mjög marft sem við lærðum um borgina í henni.
Götumarkaður þar sem grænmeti og margt fleira sem fékkst þar.
Og áfram var þrammað
Séð yfir járnbrautastöðina og yfir á Prinsess street.
Eins og sjá má á þessum myndum var ég sérstaklega hrifin af húsunum þarna
Via kastalann
Útsýni yfir borgina frá kastalanum.
Páskaliljur í stórum breiðum mjög fallegt
Birtan ótrúlega falleg þrátt fyrir að það væri kalt
Blómin komin af stað þrátt fyrir að það hafi verið kalt á miða við árstíma
útsýni í allar áttir frá Kastalanum
Húsin að kíkja uppúr blóma breiðunni
Þarna er sólin að troða sér í gegnum trén
Á þak kantinum var svo sætur kisi
ávaxtatrén byrjuð að blómstra
Húsið í skóginum
Þarna er lítið og sætt hús kannski á Mjallhví og dvergarnir heima þarna?
Nærmynd af blómunum á ávaxatré
skemmtilegar gamlar götur
skóli
Skemmtileg götumynd
Gamall millusteinn
Og þarna var ótrúlega fallegt og friðsælt
Og af því að þetta var sunnudagur þá var greinalega bröns hjá mörgum þarna og fólkið var á stórum og flottum svölum og þetta var óvænt en skemmtilegt viðbót við daginn okkar.
Þessi virðulegi herramaður stóð við hús sem var á móti hótelinu okkar ég held að þetta sé borgarstjórnar aðsetur, en þetta hverfi sem við vorum í var í mikilli endurnýjum og það var verið að opna litlar búðir með allskonar handverki þarna í nágrenninu.
Edinborg er mjög falleg borg og það er hægt að koma þangað oftar en einu sinni og það er alveg spurning hvort ég eigi ekki eftir að heimsækja hana aftur og ekki var félgsskapurinn af verri endanum takk fyrir mig Auður mín þetta var frábær ferð hjá okkur.
Comments