Árverkni/Gjörhygli Kartöflusúpa

Fyrir mörg okkar getur verið erfitt að vera hér og nú eða vera í núinu eins og sagt er, ég er ein af þeim sem á erfitt með það núna.
Í mörg ár stundaði ég hugleyðslu og átti mjög auðvelt með að vera í núinu en svo hætti ég því smátt og smátt og á endum alveg og ég fékk svo sannarlega að finna fyrir því streitan tók alveg yfir í mínu lífi.
En við getum alltaf bætt okkur og ég er  farin að stunda Mindfulness/ Árverkni eða gjörhygli eins og það heitir  á íslensku,  og er á námskeiði á mánudögum í því, og geri svo æfingar heima. Ég var á Heilsustofnun í Hveragerði í byrjun árs í 4 vikur og þar iðkaði ég þetta daglega og er farin að finna mikinn mun á mér.
Ég tek betur eftir því hvað tilfinningar koma upp í mismunandi aðstæðum og hvaða áhrif þær hafa á líkamann minn.

í Hveragerði ég fór á dagsnámskeið í listaþerapíu  það var frá 9-15 og við byrjuðum á að hugleiða og svo fórum við að mála og þetta gerðum við 3x,  eftir hádegismat  skoðuðum við verkin hjá hver annari og sögðum frá því sem við sáum í myndinni og síðan sagði sú sem átti myndina hvað hún var að gera.

Þetta var mjög merkileg upplifum ég gerði m.a. þessa mynd af höndunum á mér hún kom til mín í einni hugleiðslunni og ég var alveg gagntekin af því hversu magnað fyrirbæri hendurnar okkar eru og hvað við tökum þeim sem sjálfsögðum hlut. Ég mætti alveg fara betur með hendurnar á mér  vera góð við þær og fara í handarbað og bera á þær góðar olíur á kvöldin og nudda þær.

Fyrir mig er það að elda mat frá grunni mikil árverkni gaman að sjá alla litina í grænmetinu finna lykt og leifa ýmyndunaraflinu að leika lausum hala, láta bragðlaukana sjá um að finna út hvaða kryddi á að bæta út í matinn. Ég ætti ekki eins auðvelt með að skera niður og vinna í eldhúsinu ef ég hefði ekki þessar dásamlegu hendur.

Í dag ætla ég að elda kartöflusúpu það er þægilegt og auðvelt að vera búin að undirbúa hana áður en ég fer á námskeið mitt.

Það sem þarf í súpu fyrir 6.

6. meðal stórar karölfur 450-500 gr.
 1 laukur  saxaðaður  smátt
3   meðal stórar gulrætur
1-2 stönglar  sellerí ( ég var með einn)
5-6 sneiðar beikon
steinselja
1/2 bolli rjómi ef vill annars mjólk eða sýrður rjómi
8 bollar kjúklingasoð ( eða 2 teningar og soðið vatn)
1/2 tsk. salt 1/2 tsk. pipar, 1 bolli rifinn ostur






Ég byrjaði á því að klippa beikonið í bita og setja það í pott með smá olíu í og leifði því að steikjast
vel, síðan tók ég það úr pottinum. 




 saxaðið gulrætur lauk og selleri ( ég notaði frosið sellerí úr garðinum mínum :) smátt og settið það út í pottinn en í honum var olía og smá fita af beikoninu.
Þetta fékk að mýkjast í pottinum  þá bætti ég kartöflunum sem ég var búin að skræla og saxa niður út í  setti svo salt og pipar og leifði þessu að mýkjast í 5 mín.



Þá bætti ég kjúklingasoðinu ( 2 teningar + 8 bollar vatn) út í og þetta fékk að sjóða í 15 mín. eða þar til kartöflunar fóru að mýkjast.
Þá tók ég 1/3 af súpunni og setti í skál og notaði töfrasprota til að gera mauk úr henni það er líka hægt að setja í blandara ef maður á ekki töfrasprota.
Síðan bætti ég maukinu aftur út í pottinn og setti 1/2 bolla af matarrjóma út í. það er gott að smakka súpuna til eftir að rjóminn fer út í til að athuga hvort bæta þurfi kryddi í hana en passa að setja ekki of mikið salt því að beikonið á eftir að fara út í. 

Svona lítur svo súpan út tilbúin búið að setja beikon og rifinn ost út á hana ég gleymdi að setja steinseljuna út á áður en ég tók myndina. Þessi súpa er bæði saðsöm og mjög bragðgóð, þetta er fyrsta skiptið sem ég elda hana og örugglega ekki það síðasta, næst prófa ég kannski að setja chili út í hana.
Verði ykkur að góðu!


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!