Fræ eru fyrirheit:

Já það er satt að fræin bera með sér fyrirheit um að úr þeim verði planta. Ég fór yfir fræstöðuna á mínu heimili í gær og komst að því að ég á ýmislegt til en vantar kryddjurtarfræ. En ég fann samt Basilíkufræ sem ég ætla að setja niður í dag.

Það sem gott er hafa þegar þetta er gert:
2 blómapottar 22-23 cm í þvermál
vikur eða leirkúlur til að setja í botninn á pottinum
mold, plast til að setja yfir pottana og svo er gott að hafa bakka eða undirdisk og einn pakka af fræjum.
Setjið lag af vikri í botninn á pottunum og fyllið þá af mold, en passið að það sé ekki alveg upp að barminum svo að það sé gott að vökva vel. Þjappið moldina vel og vökvið þar til öll moldin er vel blaut stráið þá fræjunum yfir og setjið svo þunnt lag af mold yfir og notið svo úðabrúsa til að bleita þá mold því fræin skolast til ef vökvað er með venjulegum hætti. Etir 20-30 mín. er ágætt að skoða hvort fræin séu öll ofan í moldinni, því að þá hafa þau tútnað út og sjást vel á yfirborðinu. Ýtið þeim þá niður í moldina ef þarf og setjið glært plast yfir, það kemur í veg fyrir að moldin þorni á meðan fræin eru að spíra. Við þurfum samt að fylgjast með því, komið svo pottunum fyrir í sólríkum glugga og munið að hafa disk undir þeim.

Eftir um það bil viku eða svo byrja fyrstu fræin að spíra og þegar fyrstu blöðin eru komin  upp er  gott að leifa þeim að vaxa upp í plastið áður en það er tekið. Og þegar plastið er farið verðum við að fylgjast vel með rakastiginu og vökva vel jafnvel 2x á dag ef það er mikil sól. Eftir 3-6 vikur er hægt að tína fyrstu plönturnar. Basilíkuplönturnar eru svo viðkvæmar að þær þola illa umpottun ég hef reynt það nokkrum sinnum ekki með góðum árangri,, það er betra að taka stærstu plöntuna og nota hana og gefa hinum vaxtarrými. Ég hef stundum sett niður fræ aftur í byrjun júlí ef plönturnar mínar eru orðnar þreittar til að eiga plöntu fram á haust en ég nota basilíku mikið.

Ég ætla líka að setja niður hvítlauksrif sem eru farin að spíra hjá mér og ég set þau í pott með mold og læt spíruna snúa upp og set þau út í glugga og eftir einhvern smá tíma er komin upp laukur sem er eins og graslaukur nema með miklu hvítlauksbragði mjög góður.
Á haustin set ég svona spíraða lauka út í garð og þeir koma upp á vorin því til þess að það komi hvítlaukur af þeim þurfa þeir að frjósa í garðinum. Um að gera að nota þessa spíruðu lauka í stað þess að henda þeim.
Endilega prófa sig áfram því að það er fátt skemmtilegra en að setja niður fræ og fylgjast með því vaxa og dafna og verða að plöntu.


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!