Konudags hugleiðing


 Haltu áfram að stíga skref í átt að því sem þig dreymir um, 
Mörg lítil skref gera gæfumunin.
Allt í einu getur draumur þinn orðið að veruleika.

Í dag var ég  að taka til í skápum og skúffum  og hugsaði  mikið á meðan, t.d hvað langar mig að gera í framtíðinni eða  er ég kannski orðin of gömul fyrir drauma um hana?

Nei við megum  aldrei  verða of gömul fyrir drauma,  og ég á mér ennþá drauma og ætla að gera mér lista yfir þá og setja hann hérna þá verða þessir draumar mínir sýnilegir og ég get farið að stíga skref í áttina að þeim.

1. Leika við barnabörnin þegar þau koma

2. Ganga Jakobsveginn með Ruth vinkonu minni þegar hún verður sextug.

3. Læra ítölsku og fara til ítalíu og vera þar í að m.k mánuð.

4. Vera fararstjóri erlendis.

5. Dansa tangó í Argentínu.

6. Fara á námskeið til að læra ljósmyndun.

7. Skrifa bók.

8. Sitja á vinstri bakka Signu í París og mála mynd.

9. Flytja fyrirlestra á opinberum vettvangi.

10. Fara í jógaferð til Indlands.



Þetta er húsmóðursstólinn á mínu heimili og það er gott að sitja í honum og íhuga, sauma, lesa og láta sig dreyma, en ég ætla að velja eitt atriði af listanum góða og byrja að vinna að því og læt vita seinna hvaða atriði það er :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!