Kona 60+ einhleyp og hvað

Hvað þýðir það að vera einhleypur ????   Þýðir það að vera alltaf einn úti að hlaupa og kaupa, þetta er svolítið skrítið orð finnst mér og ekki er betra að vera fráskilin.



Skilin frá þeim sem þú elskar eða elskaðir, frá fjölskyldu þeirra og kannski einhverjum vinum, hljómar ekki vel en þanning er það oft og það getur verið erfitt fyrir fólk að vinna úr því.


Hvað  þýðir þetta fyrir konu sem er komin yfir sextugt, er þá lífinu lokið af því að þú ert að eldast og átt ekki maka?  Ertu þá bara alveg úti að aka og nennir ekki lengur að vaka, hvað þá að baka?


Það fer örugglega bara eftir því hverning persóna þú ert og ég held líka að það sé mikill munur á körlum og konum, konur eru oft betur settar félagslega og eiga því auðveldara með  að fóta sig í nýja lífinu, og auðvitað eru einhverjir karlenn þannig líka en það er sjaldgæfara.

Ég hef nóg að gera og stundum allt of mikið og get ráðið því sjálf hvort ég sé úti á hverju kvöldi að gera eitthvað skemmtilegt, en auðvitað verð ég líka að hvíla mig eins og allir aðrir, ég er núna fyrst að finna ró í að vera ein heima og dunda mér og það er mjög gott.

Það breytast líka matarvenjur hjá fólki sem býr eitt, en þá er spurning hvernig vil ég hafa mitt matarræði, ætla ég að elda mér á hverju kvöldi, nei því nenni ég ekki en ég elda mér samt og þá stundum til tveggja daga í einu þannig að það sé þægilegra fyrir mig að eiga eitthvað þegar ég kem heim, stundum hef ég bara fengið mér íspinna í kvöldmatinn og það er alveg ljómandi.

En það er skrítið að setjast við borð og borða einn eftir að hafa alltaf haft einhvern til að borða með en það hlýtur að venjast trúi ég, stundum kveiki ég á kertum þegar ég fæ mér að borða og hef það 
bara kósi, aðra daga stend ég bara við eldhúsbekkinn fer bara eftir því hvernig skapið er.

Hvað getur "einhleypingur" yfir sextugt gert til að hitta annað fólk sem er í svipaðri stöðu ?
Ég á ekki svar við því fyrir aðra en ég keypti mér leikhúskort með dóttur minni og við erum búnar að fara 3 x í haust, stunda sundleikfimi, hitti vini og vandamenn, fer á ýmis námskeið t.d er ég að fara á námskeið í afrískum dönsum núna í nóvember og hlakka mikið til.

Það er um að gera að reyna að lifa lífinu lifandi, á meðan maður er lifandi og reyna að njóta dagsins hvort sem maður er í sambúð með sjálfum sér eða öðrum.


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!