Fuglasöngur og væntingar


Vorið er yndislegur tími að mínu mati þá er allt að vakna til lífsins, krókusar og önnur blóm sem koma snemma eru að kíkja upp úr moldinni. Það er líka komið brum á trén og það er svo gaman að fylgjast með þessu nýja lífi sem er að myndast.
Fuglarnir eru líka byrjaðir að vekja mig á morgnana með söng sínum og það er mjög notarlegt, ég bíð spennt eftir fuglinum sem hefur komið í grenitréð í garðinum mínum undanfarin vor og hann hefur sungið hátt og snjallt eins og hann sé að stjórna hinum fuglunum. Kannski er hann hljómsveitarstjóri hvað veit ég, en oft á kvöldin þá syngur hann svo hátt að það er eins og að hann beri einn ábyrgð á hinnum fuglunum og að hann verði að láta þá vita hvert þeir eigi að fara og með hverjum þeir eigi að vera. Kannski er hann fugla foringi hvað veit ég!!!

Góð kona sagði við mig fyrir allmörgum árum síðan að hún væri oft sorgmædd á vorin af því að hún ætti ekki mann, og það væri erfitt að horfa á öll þessi pör sem væru "alltaf" í rómantískum göngum og að láta vel hvort að öðru og að meira að segja endurnar á tjörninni væru að para sig á þessum tíma, sem sagt allir nema hún. Þannig líður okkur oft og við sjáum bara og heyrum það sem við erum mest með á heilanum þá stundina, við sjáum ekki þegar þetta fólk er ósammála og er ekki á þessum rómantísku göngum.
Lífið er nefnilega alltaf að gerast og það kemur margt uppá á og við erum oft með óraunhæfar væntingar til fólks og aðstæðna.
Það eru margir sem upplifa þetta og  nú eru páskarnir á næsta leyti  og það á að vera svo gaman og við ætlum að gera svo margt, stundum er líka gaman en oft er verið að gera sér svo miklar væntingar sem ekki geta staðist og þá verðum við vonsvikin og sár. Og muna bara að stundum er bara gott að vera í rólegheitum með sínum eða sjálfum sér.

 Vinkona mín sem er mjög vitur kona  sagði við mig um daginn þegar við vorum að ræða væntingar að þegar hún byrjaði að búa og eiga börn ættu jólin og páskarnir að vera svo fallegar hátíðir og hún sá þetta fyrir sér eins og í Hollywood myndunum allir glaðir og allt svo fínt og skreytt en svo var raunveruleikinn ekki svona og ár eftir ár varð hún fyrir miklum vonbrigðum með þessar hátíðir.
Hún áttaði sig á því að hún var ein í þessu og að hún var að gera miklar kröfur á sjálfa sig þrífa og pússa langt fram á nótt og það var enginn á heimilu að skilja hvernig henni leið og hvað hún hafði lagt hart að sér, hún hafði heldur ekki sagt neinum frá þessum hugmyndum sínum hún hafði bara ákveðið þetta þegar hún var ung og kannski óraunsæ? En maður má nú alltaf vona!!!!

Þess vegna er svo mikilvægt að við segjum fólkinu okkar frá því að hvaða væntingar við höfum til þeirra og samskiptanna það minnkar líkurnar á því að við verðum sár og vonsvikin.
Ég hef ekki alltaf verið dugleg við þetta og er alltaf að átta mig betur og betur á þeirri ábyrgð sem ég ber á minni hamingju og vellíðan, annað fólk getur bara aukið þetta ekki " skaffað mér þetta" og látið mér líða svona og svona.
Ég verð að vera með raunhæfar væntingar til lífsins og fólksins í kringum mig.

Og ég held í vonina um að ég muni ná þessu einn daginn!!!!!!


Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!