Systur eru algjör fjársjóður :)

Eftir því sem ég verð eldri geri ég mér betur grein fyrir því hversu dýrmætt það er að eiga systur ég á  sex slíkar gersemar, og við hittumst fimm af þeim í gær en tvær voru erlendis.  Mamma var með okkur í gær og tilefnið var að yngsta systir mín sem býr úti á landi kom í bæinn yfir páskana og þá var gott tækifæri að hóa okkur saman.

Það er svo skemmtileg orka sem fer í gang þegar við hittumst, það eru góðir sögumenn í hópnum og svo eru aðrar sem muna allt og líka fyrir okkur hinar og það er nú aldeilis gott alla vega fyrir mig sem oft man svo lítið frá fornöld:)
Það er líka merkilegt hvað við erum líkar en samt ólíkar og margir segja að við séum allar með svo svipaða rödd, ég get ekki dæmt um það en við getum alla vega verið ansi háværar og hlegið mikið saman. Ég hef ekki allaf verið dugleg að halda sambandi við þær allar en reyni samt mitt besta og er ákveðin í að gera meira af því á þessu ári en síðasta, en við borðuðum saman dagverð og það er alltaf gaman því að þá koma allir með eitthvað með sér  og þetta verður skemmtilegt samansafn að góðgæti, ég fór með eggjaköku og brauð með mér og ætla að láta uppskriftirnar hérna inn.

Hráefnið í eggjakökuna:
ég gerði hana í stærsta eldfastamótið sem ég á.
10 egg
1/2 laukur
1 pakki beikon
2 tómatar
1 rauð stór paprika
9 frekar litlar kartöflur
rifinn ostur
salt, pipar, basilikka
1 dl. matar rjómi


Ég byrjaði á því að taka hýðið af kartöflunum og skar þær í litla bita og sauð þá í létt söltu vatni í
 5-7 mín. Síðan klippti ég beikonið smátt og steikti það í potti þar til það tók fallegan lit. Þá var laukur, paprika, karöflubitar og beikonið sett í eldfastmót og ég setti smá pipar yfir.
Setti eggin í skál og rjóman úti í og smá salt, pipar og basilíkku út í og þeitti þetta saman og hellti yfir. Síðan setti ég tómatasneiðar ofan á og að lokum rifinn ost.
Tók hana með mér og hún var vel heit þegar ég mætti með hana á staðinn ;)








 Ég átti líka frosið pizzadeig og tók það úr frysti snemma um morguninn og átti frosna pizzasósu sem ég bjó til um daginn, setti uppskrift hérna inn af henni , átti líka til nokkrar sneiðar af peppóróní og fetaost.








Ég skipti deiginu í tvennt og rúllaði því út og setti sósu, pepparóní og fetaost yfir og rúllaði svo brauðinu upp.



Ég penslaði hvítlauks olíu yfir annað brauðið og á hitt setti ég olíu og gróft salt og fór líka með þetta með mér í systrahittinginn og þetta gerði mikla lukku.
Það er svo sniðugt að eiga þetta pizzadeig sem ég kaupi nokkur stikki af í einu á 149 kr. í Ikea og frysti.




Það er hægt að gera líka baguette brauð úr því.

Verði ykkur að góðu og munið systkyni eu fjársjóður sem ekki má gleymast.



 

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!