Laugardags leti og pizza
Já það er enn og aftur kominn laugardagur alveg ótrúlegt hvað vikan líður hratt. Ég fór í klukkutíma göngu í morgun það var svo fallegt veður, ætlaði ekki að nenna af því að ég hef ekki farið í 3 daga og fann hvað þetta er gott þegar ég var komin út.
Ég var löt í dag og það er stundum gott, ég ákvað að vera með pizzu í kvöldmatinn og þurfti að byrja á því að gera sósuna á hana. Hér á myndinni er það sem í sósuna fór nema ég bætti sex kirsuberjatómötum út en þeir voru að byrja að verða linir.
Sósan:
1 dós hakkaðir tómatar
6 kirsuberjatómatar ( setti þá í skál með heitu vatni lét þá liggja smá stund og tók svo hýðið af þeim)
4 hvítlauks geirar setti þá í hvítlaukspressu
1 tsk basílikka og 1 tsk. oregon, smá salt og pipar
ég lét þetta sjóða í 20 mín. og þetta dugar á tvær pizzur og rúmlega það, ég frysti afganginn.
Ég bjó til 2 pizzu botna úr hveitikími og í þá notaði ég:
60 gr. hveitikím
3 msk. sesamfræ
2 msk. kúmen
1/2 tsk. salt
1/2 tsk pipar
5 msk. vatn
1/2 tsk. matarsóda
ég kleip þetta saman og mótaði svo kúlu með höndunum og skar hana í tvennt og setti helminginn á smjörpappír og aðra örk ofan á og flatti þetta út með kökukefli.
Og bakaði í c.a 5 mín. Þessi er ótrúlega góður botn og það er hægt að gera nokkra í einu t.d tvöfalda uppskriftina og forbaka fysta svo og þá er fljótlegt að taka út og búa til heilsu pizzu.
Ég var líka með venjulegt deig sem ég kaupi í Ikea og þá kaupi ég
5-6 dósir af því og frysti því að það er svo langt að kjótast í Ikea.
Um að gera að setja sitt uppáhalds álegg á pizzuna hvort sem það er kjötálegg eða grænmeti, en ég set alltaf smá fetaost og rjómaost á mína.
Ég gerði alltaf deigið sjálf en það tekur því varla, þetta deig er bara fínt og kostar 149 kr. og ég fékk 2 pizzur úr því.
Góð vinkona mín sagði mér að það væri hægt gera brauð úr þessu deigi líka og ég hef gert það t.d með súpu þá hef ég stundum sett inn í það skinku og fetaost. Þá rúlla ég því út með kökukefli og set ostinn og skinkuna inn í og rúlla því svo upp og set ost yfir og inn í ofn.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu :)
Ég var löt í dag og það er stundum gott, ég ákvað að vera með pizzu í kvöldmatinn og þurfti að byrja á því að gera sósuna á hana. Hér á myndinni er það sem í sósuna fór nema ég bætti sex kirsuberjatómötum út en þeir voru að byrja að verða linir.
Sósan:
1 dós hakkaðir tómatar
6 kirsuberjatómatar ( setti þá í skál með heitu vatni lét þá liggja smá stund og tók svo hýðið af þeim)
4 hvítlauks geirar setti þá í hvítlaukspressu
1 tsk basílikka og 1 tsk. oregon, smá salt og pipar
ég lét þetta sjóða í 20 mín. og þetta dugar á tvær pizzur og rúmlega það, ég frysti afganginn.
Ég bjó til 2 pizzu botna úr hveitikími og í þá notaði ég:
60 gr. hveitikím
3 msk. sesamfræ
2 msk. kúmen
1/2 tsk. salt
1/2 tsk pipar
5 msk. vatn
1/2 tsk. matarsóda
ég kleip þetta saman og mótaði svo kúlu með höndunum og skar hana í tvennt og setti helminginn á smjörpappír og aðra örk ofan á og flatti þetta út með kökukefli.
Og bakaði í c.a 5 mín. Þessi er ótrúlega góður botn og það er hægt að gera nokkra í einu t.d tvöfalda uppskriftina og forbaka fysta svo og þá er fljótlegt að taka út og búa til heilsu pizzu.
Ég var líka með venjulegt deig sem ég kaupi í Ikea og þá kaupi ég
5-6 dósir af því og frysti því að það er svo langt að kjótast í Ikea.
Um að gera að setja sitt uppáhalds álegg á pizzuna hvort sem það er kjötálegg eða grænmeti, en ég set alltaf smá fetaost og rjómaost á mína.
Ég gerði alltaf deigið sjálf en það tekur því varla, þetta deig er bara fínt og kostar 149 kr. og ég fékk 2 pizzur úr því.
Góð vinkona mín sagði mér að það væri hægt gera brauð úr þessu deigi líka og ég hef gert það t.d með súpu þá hef ég stundum sett inn í það skinku og fetaost. Þá rúlla ég því út með kökukefli og set ostinn og skinkuna inn í og rúlla því svo upp og set ost yfir og inn í ofn.
Góða skemmtun og verði ykkur að góðu :)
Comments