Að vera eða vera ekki ......Ein...manna eða einmana

Ég fékk þessi blóm sem eru á myndinni á konudaginn og ég skipti vendinum upp í nokkra vasa og dreyfði þeim um húsið, það er svo sem ekkert merkilegt við það nema að hvítu blómin sem ég er ekki viss hvað heita en mér þykja þau svo falleg þau eru ennþá lifandi og þegar ég fór að kíkja þá eru komnar rætur á þau.

Það er alveg ótrúlegt hverju  mér tekst að koma til " manns" þegar kemur að plöntum þótt ég segi sjálf frá, nú þarf ég bara að ákveða hvort ég set þau í mold eða hef þau áfram í vatni, og ég vildi óska þess að ég væri svona flink þegar kemur að öðrum hlutum í lífi mínu.

Ég sá á fésinu í dag á síðu sem heitir Words To Inspire the Soul  þar eru margar góðar tilvitnanir og þessi snart strengi í mínu hjarta.

" I used to think the
worst thing in life
was to end upp all
alone, it´s not. The
worst thing in life
is to end up with                    
people that make you
feel alone

Robin Williams  


Það getur verið svo gott að fá að vera einn með sjálfum sér  stöku sinnum hvort sem það er í ræktinni úti að ganga eða bara heima við, ég held að við þurfum flest á því að halda og ég segi fyrir mig er þetta alveg nauðsynlegt  til að hlaða orkubúið mitt.
Í nokkur ár var ég alltaf ein á gamlárdag því að dætur mínar fóru til pabba síns og það var mjög erftitt fyrir mig í byrjun en svo vandist þetta og fór jafnvel að verða þægilegt, ég notaði daginn til að skoða dagbókina mína sem ég hafði skrifað í allt árið og fór yfir hana til að sjá hverju ég hafði áorkað á árinu og hvaða markmið ég þyrfti að halda áfram með á nýju ári. Þetta fór að vera dýrmætur tími fyrir mig með mér og nú hef ég ekki gert þetta í nokkur ár og sakna þess.
Ég hef upplifað  að vera einmanna í sambandi,  það er mjög erfitt og ef samskiptin  eru ekkert að lagast og við erum búin að reyna allt til að láta þau ganga, þá er  kannski betra að fara í sundur heldur en að sitja hlið við hlið árið út og inn einmanna.
Þá vildi ég nú heldur vera ein en ekki manna með mér og standa og falla með því, og tala bara við skemmtilegustu manneskjuna sem ég þekki," MIG SJÁLFA HE HE"

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!