Bananar og tækifæri !!

Bananar eru mikill orkugjafi og ég nota mikið af þeim, það er stundum hægt að kaupa poka með nokkrum bönunum á 98 kr. í Bónus og þá eru þeir orðnir aðeins þreittir en fínt að nota þá.
En það er gott að taka vel þroskaða banana og skera þá í bita og frysta þá í litlum pokum til að eiga út í bústið, það er líka gott að baka brauð, lummur eða bollakökur með þeim í.
Ég setti inn lummuuppskrift hérna fyrir stuttu og það er góð tilbreyting að setja banana út í hana.

Þetta bananabrauð á myndinni bakaði ég á sunnudaginn og læt uppskriftina fylgja hér.
2 þroskaðir bananar
70 gr sykur
250 gr hveiti
1/2 tsk matarsódi
2 tsk engifer
1 tsk salt
 Þeytið eggið og bætið sykrinum saman bætið eggjunum út í og þeitið vel.
 Merjið bananana með gaffli og hrærið saman við eggið og sykurinn í hrærivélinni. Sigtið saman hveiti, matarsóda salti og engiferdufti hrærið léttilega saman við bananablönduna með sleif.
Setjið í vel smurt aflangt form, og bakið í 180°c en 160°c með blæstri í heitum ofni í 45 mínútur.

 

Tækifærin eru allstaðar nýtum þau!


Þetta heyrði ég á fundi í gærkvöldi í frábærum samtökum sem ég er félagi í en þau heita http://powertalk.is/ og ég hvet ykkur til að kíkja inn á heimasíðuna okkar.
Og það er mikill sannleikur í þessum orðum það eru tækifæri fyrir okkur út um allt t.d í POWERtalk þar getum við fengið að þroskast og lært að koma fram og flytja ræður eða bara lært að koma okkar skoðunum á framfæri eins og við viljum.

Það er alltaf spurning hvort við séum nógu huguð þegar við fáum tækifæri að grípa það, ég veit með mig að ég hef fengið ótal mörg tækifæri í gegnum tíðina og sum hef ég notað önnur hef ég hunsað og stundum séð eftir því, en það þýðir ekki að skæla yfir því núna.
Ég ætla bara að vera áfram opin fyrir nýjum tækifærum og reyna að koma líka auga á þau, því að stundum erum við svo niðursokkin í það að "ekkert gerist hjá mér " hugsun að við tökum ekki eftir því góða sem til okkar kemur.

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!