"Rósin og hrósin"

Okkur þykir öllum vænt að  fá hrós og ég tala nú ekki um rós. Við þurfum öll staðfestinu á því að við séum elskuð og virt fyrir það sem við erum og gerum. Ég er engin undantekning á því og ég ætla að setja hérna inn ljóð sem dóttur mín orti og gaf mér í afmælisgjöf 2007  ljóðið heitir mamma og ég fæ alltaf tár í augun þegar ég les það og ef þetta er ekki hrós þá veit ekki hvað hrós er.

MAMMA

Skrýtnir voru okkar fyrstu fundir
Ég óskaði þess að geta legið hjá þér
Um ókomnar stundir.
En þú ert svo miklu meira
Allt sem ég get skrifað og svo margt fleira.
Þú ert upphafið og
Endirinn
Þú ert hafið
Og himininn
Þú ert lífið
Og þú ert dauðinn, þú ert mér allt
Þú er fullkomin.

Ég mun elska þig um ókomna tíð
Þú ert drottins verk, hans besta smíð

Alma Mjöll 12. júlí 2007


Það að geta ekki tekið hrósi bendir til þess að sjálfsmyndin okkar sé ekki alveg nógu góð og það getur verið út af því að við höfum lent í einhverju áfalli sem hafði áhrif á hana, t.d. skilnaði, atvinnu missi eða veikindum svo eru aðrir sem hafa aldrei haft nógu góða sjálfsmynd og það sést nú ekki alltaf utan á okkur ef svo er.
 Það er ekki gott ef okkur líður  svona og kannski þurfum við að gera eitthvað í því, og sem betur fer er margt í boði til þess að laga þetta, sjálfstyrkingar námskeið og allskonar félagskapur sem geta hjálpað okkur við þessa uppbyggingu. Að gera ekki neitt skilar engum árangri muna bara að finna það sem hentar okkur og við getum fundið okkur í eins og ég fann mig í POWERtalk.

Ég er dugleg að hrósa fólki og finnst það mjög gefandi að gera það en ég hef samt lent í því að hrósa fólki sem finnst það óþægilegt og ég man eftir einni konu sem ég var nokkrum sinnum búin að hrósa hún sagði við mig hálf pirruð "ertu alltaf svona" og þá áttaði ég mig á því að fyrir suma er þetta óþægilegt. Ég er ekki hætt að hrósa og vona að ég geri það aldrei því það er fátt betra en að fá viðurkenningu fyrir það sem vel er gert og að fá hrós fyrir eldamennskuna hvetur mann til frekari dáða, því að ef enginn hrósar okkur fyrir góðan mat þá dofnar áhuginn, eins er það með allt annað sem við gerum við þurfum að heyra að það sé vel gert og fólkið okkar þarf að heyra það eins og við.
Við þurfum að vökva hvert annað með hrósi, eins og við vökvum rósirnar okkar.

Notið því páskana til að hrósa og rósa fólkið ykkar.
Ég set hér  ljóð inn sem önnur dóttir mín gerði handa mér þegar hún var u.þ.b. 7 ára og ég er með það í ramma hjá mér og það er svona. ( svo sætt)

Þótt heimurinn farist
og allir litirnir í regnboganum hverfi
Þá mun ég samt elska þig.
Ef ég mundi gleyma öllu
þá mundi ég gleyma öllu nema þér

kveðja Helga Dögg

Yndislegt að eiga dætur sem yrkja ljóð til mín, hversu heppin getur ein kona verið :)

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!