Dagurinn í dag skiptir máli

Dagurinn í gær er liðinn og ég get aldrei fengið hann til baka en ég get lært af honum, dagurinn á morgun er ekki kominn og ég veit ekki nákvæmlega hvað gerist þá.

Ef ég er alltaf að líta til baka og hugsa ég hefði átt að gera þetta eða hitt eða ég hefði ekki átt að segja þetta eða hitt þá missi ég alveg af því góða sem gerist í dag.

 Ef ég vanda mig í dag þá aukast líkurnar á því að morgundagurinn verði góður, ég get líka gert plan yfir það sem ég þarf að gera og reynt svo að fara eftir því, en sumir dagar fara bara alls ekki eins og við höfum áætlað og þá verðum við að taka því.

Ég er með dagbók og skrifa það niður em ég þarf að gera því að ég er svo gleymin og ég reyni eftir fremsta megni að fara eftir þessari dagbók og passa mig að hafa ekki of mikið í henni þannig að ég verði ekki stressuð. En ég er líka að æfa mig í því að sýna sjálfri mér umhyggju og þess vegna er ég að reyna að skamma mig ekki ef það er eitthvað  sem ég næ ekki að gera.


Það að njóta augnabliksins eða dagins í dag skiptir miklu máli sérstaklega núna þegar mikil streita er í þjóðfélaginu.Við verðum að verja okkur og finna leiðir sem henta okkur til þess, fyrir mig skiptir miklu máli að vera í deginum í dag og augnablikinu ( Mindfullness/ árverkni) og það hefur hjálpað mér undanfarið og ég finn hvað streitan hefur minnkað.

Það er líka gaman að æfa sig í því að borða í árverkni þegar maður gerir það þá verðum við fyrr södd og finnum virkilega hvernig maturinn er á bragðið, oft erum við svo fljót að borða og tökum ekkert eftir því hvernig hann er á bragðiðað  og kannski er einhver búinn að leggja mikið á sig að elda og við erum þá að gera lítið úr því með þessum hraða, það er líka grennandi að borða svona hægt og við fáum betri meltingu.

Það eru ótal tækifæri í deginum dag reynum að nýta þau og höfum gaman að því.


                                    

Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!