Rusl sem er ekki rusl og ........
Sunnudagur til sælu !!!!
Ný vinnuvika framundan og ný tækifæri til að gleðast, þroskast og bara vera við sjálf með öllum okkar kostum og göllum. Og muna að brosið sem þú sendir frá þér kemur aftur til þín. (indverskt spakmæli)
Ég ákvað að setja þessa mynd af afskurði úr eldhúsinu hérna inn til að minna okkur á að rusl er ekki alltaf rusl heldur getur það verið verðmæti.
Við á þessu heimili erum með þrjár ruslafötur í eldhúsinu og setjum lífrænan úrgang í eina
( ekki kjöt og fisk ennþá) venjulegt sorp í eina og að lokum erum við með eina undir pappír.
Þessi afskurður sem er á myndinni verður svo settur í moltukassa út í garði og verður svo á endanum að mold. Það er mjög skemmtilegt að gera þetta.
Það er svo mikið í tísku núna að endurnýta tími til kominn, við erum búin að henda svo miklum verðmætum undanfarin ár. Ég sjálf safna allskonar flöskum og krukkum og þegar ég sulta og geri saft þá koma þær að góðum notum, kannski á ég líka eftir að búa til eitthvað fallegt úr þessum krukkum aldrei að vita nóg af hugmyndum á netinu.
Það eru svo margar skemmtilegar síður á netinu um hugmyndaríkt fólk sem er að gera allkonar hluti úr því sem aðrir henda og það er bara snilldin ein, ég get alveg gleymt mér hérna við tölvuna að skoða þessar síður t.d. þessi Reciclagem , Jardinagem e Decoração.
Ég vona að þið hafið öll átt ánægjulega helgi og leggið af stað á vit ævintýra næstu viku með bros á vör.
Það eru svo margar skemmtilegar síður á netinu um hugmyndaríkt fólk sem er að gera allkonar hluti úr því sem aðrir henda og það er bara snilldin ein, ég get alveg gleymt mér hérna við tölvuna að skoða þessar síður t.d. þessi Reciclagem , Jardinagem e Decoração.
Ég vona að þið hafið öll átt ánægjulega helgi og leggið af stað á vit ævintýra næstu viku með bros á vör.
Comments