Þegar vonin ein er eftir !!!!
Já stundum erum við að reyna hluti til þrautar sem ekki er hægt að gera neitt í, hvenær veit maður hvort búið sé að reyna nóg ?
Ég hef nú alltaf verið frekar bjartsýn kona og hef viljað halda í vonina sem lengst og yngsta systir mín gaf mér í jólagjöf einu sinni svo fallegt ljóð sem hún samdi um vonina og ég hef það á skrifborðinu mínu í vinnunni til að minna mig á.
Ljóðið heitir Von
Þó þung séu oft sporin, á lífsins leið,
og ljósið svo skelfing lítið.
Skaltu eiga þér von, sem þinn vin í neyð,
Það virkar, en virðist skrýtið.
Því vonin, hún vinnur gegn myrkri og kvíða
og veitir þér styrk sinn í stormi og byl.
Sjá, ljósið mun stækka, og þess skammt er að bíða,
að í sólskinið sjáir, ég veit það er til.
Þetta er svo yndilegt ljóð hjá henni og mikill sannleikur í því og ég ætla hugsa um það í dag og ég veit að vonin kemur mér langt en hún tekur ekki ákvarðanir eða gerir hlutina fyrir mig.
Ég þarf sjálf að vinna verkin en það er gott að hafa vonina með sér í þeim, við höfum öruggleg öll upplifað það einhvern tíman að við séum alveg vonlaus og sjáum enga leið út úr aðstæðum sem við erum í og það er ekki góður staður til að vera á.
En þegar ég lít til baka þá sé ég að í mínu tilfelli hafa hlutirnir haft tilhneigingu til að fara þannig að ég hef alltaf lent á fótunum og það hefur tekið mislangan tíma að ná sér en ég veit að vonin, bjartsýni og það góða fólk sem er í kringum mig hjálpar mér mikið á þeirri leið.
Ég vona að þið hafið farið af stað í morgun með von í hjarta og að dagurinn verði góður hjá ykkur :)
Comments