Laugardagur - Lopapeysa og Smalabaka

Laugardagur til lukku og lopapeysa í krukku, nei þetta er lopapeysa sem ég var að klára að prjóna og hún var gerð úr afgöngum sem ég átti, og er því með mikinn karakter.
 Í dag hjálpaði vinkona mín mér að setja rennilás í hana því að ég hef aldrei áður prjónað peysu sem er ekki heil. Alltaf að læra :)

Ég má ekki kaupa mér meira af lopa verð að klára það sem ég er með á prjónunum og líka það sem ég er að sauma, það gengur ekki að vera með allt hálfklárað út um allt.

Þessi dagur er búinn að vera rólegur og  góður  hjá mér, þurrkaði af og skúraði og fór svo út að ganga  veðrið var svo fallegt en frostið beit í kinnarnar á göngunni og það var bara notarlegt að koma heim til sín í hlýjuna eftir það.

Ég ákvað að gera mína útgáfu af smalaböku í kvöldmatinn og ætla að láta uppskrifina hérna inn.




Það sem ég notaði í þennan rétt var:

400 gr. hakk
3 gulrætur
1 laukur
2 hvítlauksrif
5 sneiðar beikon
3 stórar kartöflur
salt, pipar og kóríander


Karöflurnar skornar bita og settar í pott með vatni og smá salti og soðnar í 10 mín.

Þegar þær voru soðnar hellti ég vatninu af og setti þær aftur í pottinn og eina msk. af smjöri út í og stappaði þær og bætti svo mjólk saman við og hafi músina ekki of þykka.






Laukur, hvítlauksrif og beikon saxað og sett á pönnu með 1tsk af olíu og látið malla þagað til beikonið fór aðeins að brúnast.
stráði svörtum pipar, kóríander og salti yfir og setti síðan hakkið út í og brúnaði það.

 3 gulrætur í bitum  bætt  út í þar næst  einum bolla af vatni og einum nautatening bætt út í.

Þetta er soðið í 5 mín.

Þá er einni matskeið af hveiti stráð yfir og hrært vel í á eftir til að þykkja blönduna.







Setti hakk blönduna í eldfast mót og kartöflumúsina yfir og að lokum reif ég parmasan ost yfir .








Undirbúningur tók 15. mínútur


Þetta er bakað í 175 gr. heitum ofni í 15-20 mín
og þetta dugar vel fyrir fjóra og mjög gott að bera þetta fram með góðu salati.

Verði ykkur að góðu og vona að þið hafið líka átt góðan dag í dag ;)

 








Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!