Innlit, útlit í garðinn minn.......á góðum degi !!


Ég rölti út í garð til að kíkja á gróðurinn og til að klippa tréin áður en þau fara að bruma fyrir alvöru, og þá sá ég að rababarinn er farinn að kíkja upp úr moldinni, þetta er svo skemmtilegilegur tími sem er að fara í hönd, en svo getum við alltaf átt von á því ennþá að það fari að snjóa og frysta og ég veit ekki hvað og hvað .... En í augnablikinu er gott veður og það er um að gera að njóta þess í stað þess að hafa áhyggjur af einhverju sem getur komið.

Graslaukurinn er líka komin af stað og það er ekkert langt í að ég sæki hann í matinn, mér finnst svo gott að klippa hann yfir salöt eða bara ofan á tómata á ristuðu brauði namm, namm myndin er nú ekki vel tekin hjá mér en þetta sem sést með graslauknum er vermireitur sem ég er með og í hann sái ég salati     og gulrótum í byrjun maí svo að ég fái uppseru fyrr.

Í garðinum var líka vorlaukur síðan í fyrra og púrrulaukur sem var  úti í vetur þeir fá að vera þarna áfram og svo sjáum við hvað gerist kannski fæ ég bara lauk snemma í ár.

Ég sá að jarðarberin eru aðeins að koma til en í fyrra setti ég niður nokkrar plöntur sem systir mín gaf mér úr sumarbústaðinum sínum, ég hafði áður reynt að koma jarðarberjum til en það gekk illa þá vegna þess að þau voru ekki á nógu góðum stað. En þessi fjölguðu sér aldeilis í fyrra og það eru örugglega komnar 30 plöntur og það komu nokkur jarðaber í fyrra sumar og vonandi fleiri í ár...spennandi!!!!!



Ég rakst líka á rósakáls plöntu sem er búin að vera úti í allan vetur og ég tók aldrei kálið af henni og það sést aðeins í það á myndinni, ég efast nú um að það sé ætt núna en kannski ég prófi að taka einn haus af og smakki, en í fyrra þá tók ég það af beint í pottinn um jólin og það var alveg í lagi. Ég ætla að láta þessa plöntu eiga sig þarf að lesa mér til um hvort hún er tvíær.


Þetta er mynd af litlu eplatrjánum mínum sem ég fékk og setti niður í fyrrasumar og þau komu vel til og uxu töluvert þetta voru bara litlar renglur þegar þau voru sett niður og það verður spennandi að sjá hvað gerist í sumar og ef þau blómstra þá set ég mynd af því hérna inn, veit nú ekki hvenær ég get átt  von á eplauppskeru. :)



þetta er svo mynd af ferskju tréinu mínu ég fékk það að gjöf vorið 2011og það var mjög kalt vor  lengi f og ég var lengi að koma því út í garð, en í fyrrasumar tók það mikinn vaxtarkipp en það hefur ekki enn komið blóm á það og þá ekki ferskjur og það verður spennandi að fylgjast áfram með því og ég leyfi ykkur að fylgjast með þessu líka.

Þetta er kryddjurta kassinn hjá mér smíðaur af bóndanum hann hafði hann svona háan þannig að ég gæti bara klipp kryddið beint án þess að vera stöðugt að bogra og það er alveg frábært að hafa hann svona, og það er svo stutt að hlaupa í hann til að ná sér í það krydd sem ég þarf.


Á þessari mynd er steinselja sem er aðeins að vakna til lífsins og hefur lifað veturinn af úti, steinseljan er tvíær og ég get notað þessa plöntu aftur í sumar, ég sáði fyri henni í fyrravor og svo hef ég líka keypt plöntur og sett út.

Það sem ég ræktaði í kassanum í fyrra var: steinselja, kóríander, rósmarín, timian, estragon og ég man ekki hvað fleira :)
Annað sem var ræktað í garðinum var:
Kartöflur, hvítkál, rauðkál, rauðrófur, rósakál, gulrætur, rófur, blómkál, radísur, salat, 3 tegundir. og yfirleitt hef ég líka verið með brokkáli og baunir hef prófað tvær tegundir af þeim og þær eru algjört sælgæti.

Ég er líka með smá laukgarð og í honum rækta ég: matlauk, hvítlauk, vorlauk, púrrulauk, charlottlauk.

Veit ekki hvað ég kem til með að rækta í sumar annað en sjálfa mig,  ef ég geri eitthvað spennandi í garðinum þá fáið þið að fylgjast með því.




Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Sveita og hjónabandssæla !!!!!

Kindalund og dásamleg stund !!!!