Posts

Showing posts from February, 2014

Vingjarnleg orð og samskipti fyrri hluti.

Image
"Vingjarnleg orð geta verið stutt, en bergmál þeirra tekur engan enda" MÓÐIR TERESA Við skulum vanda okkur þegar við tölum við fólk og muna að það skiptir máli hvað við segjum og hvernig við segjum það. Það eru til einfaldar samskipta reglur sem er gott að nota, og kannski erum við oftast að nota þær og þá er það fínt, en ef mig langar að bæta mig á einhverju sviði þá er það líka bara gott. Mín reynsla er sú að oftast nær er ég bara ágæt í þessu, en svo geta komið  tímabil þar sem ég gleymi mér og  gæti verið betri,  þá er ágætt að rifja þessar reglur upp. Varast hugsanalestur. Láta ekki hluti sem trufla okkur hlaðast upp Taka eftir því jákvæða í samskiptum Kunna að setja öðrum mörk Vera virkur hlustandi Halda okkur við efnið - ef gagnrýni er þörf. Ég ætla að fara yfir nokkur atriði hérna og held síðan áfram með restina í næsta bloggi. 1. Varast hugsanalestur: Ekki gera ráð fyrir því að maki þinn eða börn viti hvað þú ert a...

Ávaxtatré !!!

Image
Ég er svo ótrúlega spennt þessa dagana út af epla og plómutrjánum okkar og það kemur út af því að ég fór á tveggja kvölda námskeið um umhirðu þeirra. Í garðinum okkar eru tvö eplatré og þau voru sett niður 2012 og þá voru þau bara 60 cm sprotar og núna þegar ég mældi þau var annað orðið 150 cm og hitt 160 cm en það komu engin blóm á þau í fyrra og það verður spennandi að sjá hvort eitthvað kemur núna.  Á námskeiðinu spurði ég hvað það tæki langan tíma að fá blóm og epli þá var mér sagt að það tæki 3-7 ár misjafnt eftir yrkjum " púpp ég er nú ekki sú þolinmóðasta og stundi SJÖ ÁR" en svona er þetta bara það er ekkert hægt að flýta þessu neitt. En ég lærði mjög mikið á þessu námskeiði um umhirðu, klippingar, rætur og margt fleira og ég mæli með ef einhver er að hugsa um að fá sér tré að fara á námskeið þeir sem voru með þetta námskeið  eru frá Garðyrkjufélagi íslands og voru í alla staði frábærir. Í garðinum er líka plómutré en mér var gefið það 2011 og það e...

Hugrenning að loknum konudegi 2014

Image
Alltaf svolítið veik fyrir doppum,  röndum og skvísu skóm og þessir eru algjört æði !!!!! Hann er enn og aftur kominn og farinn blessaður konudagurinn  þá er svo gaman hjá okkur konum, ég lét mig dreyma um að eyða deginum í tómri sælu á þessum bleiku skóm en reyndin varð önnur, ég eyddi deginum á hvítum plastskóm en í góðra vina hópi það var yndislegt  og þau settu skóbúnaðinn ekkert fyrir sig.  Í hugleiðslu á laugardags morguninn kom það til mín að ég hef í gegnum tíðina eytt  allt of löngum tíma í sjálfsgagnrýni og efa um eigið ágæti. Ég áttaði mig á því að ég hef verið að bera mig saman við konurnar í kringum mig allt frá því að ég var í skóla og fundist aðrar konur miklu betri en ég á allan hátt, klárari, sætari, skemmtilegri og s.fr.v. Ég held líka að það að klára ekki háskólanám hafi truflað mig mikið í gegnum tíðina og hafi staðfest þetta álit mitt á sjálfri mér.   Er það ekki skrýtið að komast að þessu núna þegar ég er að vera 58 ára en e...

Blúndur og krúsindúllur

Image
Mér varð mikið úr verki um helgina og það kom  enn og aftur í ljós hversu mikið æðruleysi hann getur sýnt mér sambýlingurinn.  Ég sagði frá því hérna fyrir jólin að samstarfskona mín gaf mér hrærivél sem heitir Guðný og hún 40 ára gömul og það er alveg ótrúlegur munur að þurfa ekki að nota handþeytarann lengur.  En auðvitað þarf að fara vel með svona þroskaða hrærivél og ég ákvað að sauma á hana yfirhöfn til að hlífa henni og í það notaði ég viskustykki úr Rúmfó og blúndu sem ég átti og reyndar saumaði ég þetta bara í höndunum og úr þessu varð þessi líka fína kápa á hana Guðný mína og við vorum báðar ánægðar með útkomuna. En þar með er ekki öll blúndu sagan sögð ég hentist um með blúndu glampa í augunum og leitaði að næsta fórnarlambi,  þá fékk ég þessa hugmynd að  punta aðeins upp á hilluna mína í eldhúsinu og ég kallaði til aðstoðarmann ( sambýlinginn sem var að dunda sér í allt öðru en blúndum ) hann sýndi mér mikla þolinmæði og sótti tvöfalt ...

Þá er það blessuð fræin :)

Image
Þá er búið að setja fyrstu fræin í pott á þessu ári ! Það er svo gaman þegar þessi tími gengur í garð. Ég setti í þrjá potta Sweet basil genovese  í tvo potta  fór Basil cinnamon sem sagt kanil basil, það verður spennandi að vita  hvernig það bragðast. Ég planta þessum fræjum beint í potta sem ég ætla að hafa jurtirnar í og set mold alveg upp undir röndina á pottinum Það fara u.þ.b 13-14 fræ í hvern pott og þeim er þrýst varlega  ofan í moldina og síðan er sett þunnt lag af mold yfir og vökvað vel.  Plast sett yfir pottana,  í hlífðarpotta og út í glugga sem snýr í vestur.  Af því að ég var nú að moldvarpast þetta þá setti ég hvítlauksrif sem voru farin að spíra í pott og krukku það fóru steinar í botninn á krukkunni og svo mold, stakk síðan  hvítlauks rifjunum í moldina og þjappaði að þeim. Þetta verður svo eins og graslaukur í eldhúsglugganum nema með hvítlauksbragði það er um að gera að nýta rifin sem eru...

Þakklæti og gleði það er að koma helgi !!!

Image
Já hvernig væri að æfa sig í dag að vera þakklát fyrir allt sem við höfum, en ekki vera að horfa á það sem við höfum ekki!!! Ég get til dæmis verið þakklát fyrir að það er komin helgi og í vikunni var ég heilsuhraust og komst á fætur alla dagana, það hlýtur að vera eitthvað til að þakka. Mér tókst að skila því sem ág átti að skila í vinnunni og vandaði mig mikið við það sem ég gerði þar. Ég fór ekkert í fýlu í þessari viku, er það ekki dásamlegt. Ég lærði mikið um ávaxtatrjáa ræktun á skemmtilegu námskeiði sem ég fór á 2 kvöld í vikunni, þá aukast líkurnar á því að ég fái einhvern tímann epli og plómur úr garðinum mínum :) Það er eitthvað sem ég get verið spennt og þakklát fyrir . Ég byrjaði líka að taka strætó til að hreyfa mig meira og ákvað að selja bílinn minn og hann verður afhentur í dag og ég spara heilmikinn pening á því líka og get þá notað hann í eitthvað skemmtilegt. Náði að vera í sambandi við dætur mínar og einhvað af  vinum mínum og ég er þakklát...

Ábyrgð !!!!

Image
Öll höfum við einhverja ábyrgð og hún er mismunandi hjá okkur, en það sem  við  eigum  sameiginlegt er að   við berum ábyrgð á eigin lífi. Ef við eigum börn þá berum við ábyrgð á þeirra velferð á meðan þau eru að ná þroska , við berum líka samfélagslega ábyrgð ef við höfum grun um að barn sé í hættu þótt það sé ekki okkar barn, þá er það skylda okkur að gera eitthvað í málinu t.d. hafa samband við Barnavernd, lögreglu eða skóla á þeim stað sem barnið býr. Ef við þurfum einhverja hjálp er það á  okkar ábyrgð að byðja  hana, það er ekki alltaf auðvelt, en það kemur enginn og bankar upp á hjá okkur og spyr hvort það sé eitthvað sem okkur vanti hjálp með. Ef það er þannig hjá ykkur endilega látið mig vita :) Ég man eftir því á meðan ég var einhleyp þá var fólk oft að segja við mig " ef þig langar að kynnast einhverjum manni þarftu að fara út á meðal fólks til að þú verðir sýnileg og sjáir aðra" Já það er alveg satt auðvitað varð ég að taka ábyrgð á því ...

Fiskur í felum

Image
Sambýlingurinn minn er ekki mjög hrifinn af fiski en í kjölfarið á veikindum sínum þá var honum ráðlagt að borða léttan mat  t.d. fisk og ég ákvað að gera fisk í ofni og kalla hann fisk í felum. Það sem fór í þennan rétt er:   3 fiskstykki 1 bökunar kartafla 2 gulrætur 3 msk kotasæla 2 dl rjómi 2 msk gult sinnep 2 msk korma sósa 2 hvítlauks rif 3 dl pasta rifinn ostur salt og pipar Hafð dl málið vel fullt þega ég setti pasta í það  Sauð  pastað í 7 mín í vatni með smá salti Skar kartöflur og gulrætur í litla bita og setti í sjóðandi vatn og sauð þetta í c.a 10 mín. Blandaði saman í skál 3 msk af kotasælu, 1 dl rjóma, 2 msk sinnepi og kormasósunni og hrærði þetta vel saman Setti helminginn í botninn á eldföstu móti síðan pastað því næst grænmetið og skar fiskibitana smátt og setti 4 ofan á og saltaði og pipraði fiskinn því næst setti ég restina af sósunni ofna á fiskinn og ...

Box undir prjónana !

Image
Ég hef ekki verið að blogga undanfarið og ástæðan fyrir því er að sambýlingurinn er búinn að vera mikið veikur og ég þar að leiðandi ekki verið í stuði til að tjá mig, en hann er á batavegi og ég ætla að reyna að byrja aftur og nota þetta skemmtilega tjáningarform sem bloggið er. Ég þurfti svo endilega að ná mér í einhverja kvefflensu og henni fylgdi hiti og beinverkir ( reyna fá einhverja athygli líka ) og ég var heima í gær og í dag, seinnipartinn í gær var mér farið að leiðast þetta hangs í sófanum og ákvað að föndra smá.  Ég átti þessa dós frá áamótum veit ekki af hverju ég henti henni ekki, jú söfnunaráráttan gæti notað hana seinna í eitthvað hef ég örugglega hugsað. Þegar ég var að taka til í skápum og skúffum um daginn þá fann ég fullt af prjónum sem lágu lausir og mér datt í hug að ég gæti notað þessa dós undir þá. Ég málaði tvær umferðir með grænum akrillit sem ég átti út í bílskúr og svo setti ég servettu á lokið og notaði mod Podge til að líma hana með. Svo ...