Vingjarnleg orð og samskipti fyrri hluti.
"Vingjarnleg orð geta verið stutt, en bergmál þeirra tekur engan enda" MÓÐIR TERESA Við skulum vanda okkur þegar við tölum við fólk og muna að það skiptir máli hvað við segjum og hvernig við segjum það. Það eru til einfaldar samskipta reglur sem er gott að nota, og kannski erum við oftast að nota þær og þá er það fínt, en ef mig langar að bæta mig á einhverju sviði þá er það líka bara gott. Mín reynsla er sú að oftast nær er ég bara ágæt í þessu, en svo geta komið tímabil þar sem ég gleymi mér og gæti verið betri, þá er ágætt að rifja þessar reglur upp. Varast hugsanalestur. Láta ekki hluti sem trufla okkur hlaðast upp Taka eftir því jákvæða í samskiptum Kunna að setja öðrum mörk Vera virkur hlustandi Halda okkur við efnið - ef gagnrýni er þörf. Ég ætla að fara yfir nokkur atriði hérna og held síðan áfram með restina í næsta bloggi. 1. Varast hugsanalestur: Ekki gera ráð fyrir því að maki þinn eða börn viti hvað þú ert a...