Blúndur og krúsindúllur
Mér varð mikið úr verki um helgina og það kom enn og aftur í ljós hversu mikið æðruleysi hann getur sýnt mér sambýlingurinn.
Ég sagði frá því hérna fyrir jólin að samstarfskona mín gaf mér hrærivél sem heitir Guðný og hún 40 ára gömul og það er alveg ótrúlegur munur að þurfa ekki að nota handþeytarann lengur. En auðvitað þarf að fara vel með svona þroskaða hrærivél og ég ákvað að sauma á hana yfirhöfn til að hlífa henni og í það notaði ég viskustykki úr Rúmfó og blúndu sem ég átti og reyndar saumaði ég þetta bara í höndunum og úr þessu varð þessi líka fína kápa á hana Guðný mína og við vorum báðar ánægðar með útkomuna.
Ég skellti mér í Ikea og til mömmu um miðjan daginn og þegar ég kom heim þá gat ég ekki verið til friðs og af því að smiðurinn á heimilinu smíðaði þessa líka fínu hillu fyrir mig í þvottahúsið þá þurfti ég að setja eitthvað á hana.
Þá var farið í flösku og krukkusafnið og föndurkassan og hafist handa við að gera enn meira af krúsudúllum og ég hætti ekki fyrr en ég var búin að fara eina umferð yfir fjórar krukkur og eina flösku.
Og núna lítur hillan svona út mýkingarefni í flöskunni, ein fyrir ónýtar rafhlöður, ein fyrir Vanis blettaefni og svo fræ í eina og þá er bara ein eftir og það er gott að hafa hana undir dót sem kemur úr vösunum þegar þvegið er.
Og sambýlingurinn brosti bara að öllum þessum blúndum og dúllum og setti slagbrand á bílskúrshurðina svo að ég kæmist ekki þangað inn með þetta dúllerí og sagði hér dreg ég línuna :)
Comments