Fiskur í felum
Sambýlingurinn minn er ekki mjög hrifinn af fiski en í kjölfarið á veikindum sínum þá var honum ráðlagt að borða léttan mat t.d. fisk og ég ákvað að gera fisk í ofni og kalla hann fisk í felum.
Það sem fór í þennan rétt er:
3 fiskstykki
1 bökunar kartafla
2 gulrætur
3 msk kotasæla
2 dl rjómi
2 msk gult sinnep
2 msk korma sósa
2 hvítlauks rif
3 dl pasta
rifinn ostur
salt og pipar
Hafð dl málið vel fullt þega ég setti pasta í það
Sauð pastað í 7 mín í vatni með smá salti
Skar kartöflur og gulrætur í litla bita og setti í sjóðandi vatn og sauð þetta í c.a 10 mín.
Blandaði saman í skál 3 msk af kotasælu, 1 dl rjóma, 2 msk sinnepi og kormasósunni og hrærði þetta vel saman
Setti helminginn í botninn á eldföstu móti
síðan pastað
því næst grænmetið
og skar fiskibitana smátt og setti 4 ofan á og saltaði og pipraði fiskinn
því næst setti ég restina af sósunni ofna á fiskinn
og aftur grænmeti og fisk
Því næst reif ég ost sem ég átti í frysti en ég frysti alla afganga af osti til að nota í allskonar rétti.
Dreyfði ostinum yfir fiskininn og hellti 1 dl af rjóma yfir og lét þetta inn í vel heitan ofn og bakaði í 15 mín.
Þetta var mjög góður fiskur og ég á örugglega eftir að gera hann aftur og ef fólk vill hafa hann sterkari þá er um að gera að setja t.d. karrí út í sósuna og e.t.v pipar líka en okkur þótti hann mátulega sterkur og vorum ánægð og södd.
Comments