Þakklæti og gleði það er að koma helgi !!!
Já hvernig væri að æfa sig í dag að vera þakklát fyrir allt sem við höfum, en ekki vera að horfa á það sem við höfum ekki!!!
Ég get til dæmis verið þakklát fyrir að það er komin helgi og í vikunni var ég heilsuhraust og komst á fætur alla dagana, það hlýtur að vera eitthvað til að þakka.Mér tókst að skila því sem ág átti að skila í vinnunni og vandaði mig mikið við það sem ég gerði þar.
Ég fór ekkert í fýlu í þessari viku, er það ekki dásamlegt.
Ég lærði mikið um ávaxtatrjáa ræktun á skemmtilegu námskeiði sem ég fór á 2 kvöld í vikunni, þá aukast líkurnar á því að ég fái einhvern tímann epli og plómur úr garðinum mínum :) Það er eitthvað sem ég get verið spennt og þakklát fyrir .
Ég byrjaði líka að taka strætó til að hreyfa mig meira og ákvað að selja bílinn minn og hann verður afhentur í dag og ég spara heilmikinn pening á því líka og get þá notað hann í eitthvað skemmtilegt.
Náði að vera í sambandi við dætur mínar og einhvað af vinum mínum og ég er þakklát fyrir það.
Þakklát fyrir fallega kveðju sem ég fékk frá vinkonu í vikunni hún gaf sér tíma til að láta mig vita að hún hugsaði til okkar Péturs og spurði um heilsuna hjá honum.
þakklát fyrir að mamma er við góða heilsu en hún fékk hjartaáfall fyrir ekki svo löngu síðan og er bara hress í dag.
Þakklát fyrir að eiga frábærar systur sem mér þykir svo vænt um.
Þakklát fyrir öll fjögur börnin mín, barnabörn og tengdabörn frábærir einstaklingar.
Þakklát fyrir sambýlinginn þótt hann hlýði mér ekki alltaf ( eins gott) en hann elskar mig nákvæmlega eins og ég er og það er frábært.
Ég er þakklát fyrir heimilið mitt, garðinn minn og allt sem því fylgir.
Svona gæti ég lengi haldið áfram að þakka fyrir allt sem ég hef og ég ætla að horfa vel og vandlega á það og þegar ég skrifa þetta þá finn ég svo sannarlega fyrir því í mínu hjarta hversu þakklát ég er.
Ég vona að þið eigið öll eitthvað sem þið getið þakkað fyrir og njótið vel, það ætla ég að gera.
Comments