Hugrenning að loknum konudegi 2014

Alltaf svolítið veik fyrir doppum,  röndum og skvísu skóm og þessir eru algjört æði !!!!!


Hann er enn og aftur kominn og farinn blessaður konudagurinn  þá er svo gaman hjá okkur konum, ég lét mig dreyma um að eyða deginum í tómri sælu á þessum bleiku skóm en reyndin varð önnur, ég eyddi deginum á hvítum plastskóm en í góðra vina hópi það var yndislegt  og þau settu skóbúnaðinn ekkert fyrir sig.

 Í hugleiðslu á laugardags morguninn kom það til mín að ég hef í gegnum tíðina eytt  allt of löngum tíma í sjálfsgagnrýni og efa um eigið ágæti.

Ég áttaði mig á því að ég hef verið að bera mig saman við konurnar í kringum mig allt frá því að ég var í skóla og fundist aðrar konur miklu betri en ég á allan hátt, klárari, sætari, skemmtilegri og s.fr.v. Ég held líka að það að klára ekki háskólanám hafi truflað mig mikið í gegnum tíðina og hafi staðfest þetta álit mitt á sjálfri mér.

  Er það ekki skrýtið að komast að þessu núna þegar ég er að vera 58 ára en eins og sagt er " Betra seint en aldrei "  þetta hefur örugglega sett mark sitt á  mig á einhvern hátt og ég held að þetta hafi verið að smella saman hjá mér núna eftir alla þessa sjálfsvinnu sem ég er búin að vera í undanfarið ár og örugglega hef ég vitað þetta innst inni en ekki séð þetta svona skýrt fyrr.
Ég hitti gamla skólasystur í búð um daginn og spjallaði við hana og fann hversu vænt mér þótti að hitta hana og fá fréttir af fleiri skvísum sem voru með mér í skóla og þarna fann ég líka fyrir því að minnimáttar kenndin var alveg horfin og það var góð tilfinning.


Ef það er sagt við mann nógu oft " þú ert ekki nógu góð "  þegar við erum börn þá förum við að trúa því en það er sorglegt þegar maður burðast með þetta fram á fullorðins ár, en ég hef alveg átt mína góðu tíma inn á milli og fundist ég alveg ágæt og getað sigrað heiminn sótti um undanþágu til að komast í háskólanám, hef farið á ótal námskeið og hef óslökkvandi áhuga á því að bæta við mig vitneskju ( kannski er ég bara svona forvitin )

Hvað ætli það séu margar konur sem hafa einhvern tímann verið með þennan sjálfsefa sem ég var með, ég held að þær séu ansi margar og sumar eru kannski ekki búnar að átta sig á því en gera það vonandi og sjá hversu stórkostlegar þær eru.

Og núna er ég að blómstra eins og hælarnir á þessum skóm hérna á myndinni og það væri nú ekki leiðinlegt að spóka sig á þeim í sumar, en hællinn er bara of hár fyrir mig göngu og vöðluskór  höfða meira til mín á sumrin,  en ég gæti notað þessa sem skreytingu hjá mér innan um allar blúndurnar.



Ég er eins og þessir skór á myndinni gull af manni og silki mjúk en markviss manneskja sem á bara það besta skilið og í gegnum tíðina hefur fólk verið duglegt að hrósa mér fyrir hitt og þetta og ég hef valið að trúa því og ætla í framtíðinni að muna það, en segja skilið við neikvæðu raddirnar í höfðinu á mér sem hafa verið þar síðan ég var barn en ég er ekki barn lengur.

 Ég hef ákveðið að taka til minna ráða og bjóða öllum konum sem ég þekki til veislu og þetta eru nokkrir hópar þannig að þetta þarf að gerast í áföngum en það er bara allt í lagi þá get ég notið þess að vera með hverjum hópi fyrir sig.

Og þá er bara að byrja undirbúninginn fyrir þessi skemmtilegu boð !!!!



Comments

Popular posts from this blog

Gúrka, gúrka, gúrka

Kindalund og dásamleg stund !!!!

Sveita og hjónabandssæla !!!!!