Ávaxtatré !!!
Ég er svo ótrúlega spennt þessa dagana út af epla og plómutrjánum okkar og það kemur út af því að ég fór á tveggja kvölda námskeið um umhirðu þeirra.
Í garðinum okkar eru tvö eplatré og þau voru sett niður 2012 og þá voru þau bara 60 cm sprotar og núna þegar ég mældi þau var annað orðið 150 cm og hitt 160 cm en það komu engin blóm á þau í fyrra og það verður spennandi að sjá hvort eitthvað kemur núna.
Á námskeiðinu spurði ég hvað það tæki langan tíma að fá blóm og epli þá var mér sagt að það tæki 3-7 ár misjafnt eftir yrkjum " púpp ég er nú ekki sú þolinmóðasta og stundi SJÖ ÁR" en svona er þetta bara það er ekkert hægt að flýta þessu neitt. En ég lærði mjög mikið á þessu námskeiði um umhirðu, klippingar, rætur og margt fleira og ég mæli með ef einhver er að hugsa um að fá sér tré að fara á námskeið þeir sem voru með þetta námskeið eru frá Garðyrkjufélagi íslands og voru í alla staði frábærir.
Í garðinum er líka plómutré en mér var gefið það 2011 og það er sama sagan með það það stækkar bara og ber mikið af greinum en engin blóm hafa komið á það ennþá en það var um 1 meter þegar ég fékk það og núna er það..2 metrar ég dreif mig út í garð og skoðaði trén og klippti þau til og svo verður spennandi að sjá hvort eitthvað gerist í sumar.
Þetta er plómutréð ekki mikið fyrir augað núna en það verður spennandi að sjá hvað það gerir í sumar.
Héna eru litlu eplatrén en þau þurfa nú ekki að vera mjög stór til að bera ávöxt.
Þegar náskeiðinu lauk kom ég heim og var svo spennt að sambýlingurinn mátti hafa sig allan fram að fylgjast með orða bununni sem út úr mér flæddi og sagði bara " já já þetta er allt mjög spennandi " en hann náði örugglega ekki öllu sem ég sagði en hann spyr bara um það í rólegheitum þegar frá líður.
En nú vil ég kaupa fleiri tré allavega tvö í viðbót kannski frá Kanada en þau sem við erum með eru frá finnlandi og svíþjóð. Það er svo gaman að fylgjast með þeim og sjá þau vaxa og dafna og ég tala nú ekki um þegar þau bera svo ávexti og við erum að skoða hvar við getum sett þau niður.
En nú vil ég kaupa fleiri tré allavega tvö í viðbót kannski frá Kanada en þau sem við erum með eru frá finnlandi og svíþjóð. Það er svo gaman að fylgjast með þeim og sjá þau vaxa og dafna og ég tala nú ekki um þegar þau bera svo ávexti og við erum að skoða hvar við getum sett þau niður.
Comments